Tuttugu og fimm ný störf verða til á Hvolsvelli þegar ný Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður opnuð þar í sumar. Í miðstöðinni fá gestir að kynnast því hvernig Ísland varð til þar sem möttulstrókurinn undir landinu verður i aðalhlutverki í tólf metra hárri bygginu.
LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin, blasir við þeim sem koma á Hvolsvöll, risa bygging við þorpið sem ætluð er ferðamönnum. Fjölmenni mætti í reisugilið þar sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir stöðu mála og því sem framundan er.
„Nú eru innanhússframkvæmdir komnar á fullt og við stefnum ótrauð á það að opna hér 1. júní fyrir gesti og gangandi í glæsilegan veitingastað, flotta verslun Rammagerðarinnar og svo auðvitað þessa ótrúlega flottu sýningu sem við erum að setja hér upp,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri LAVA.
Samlokustrandaglópur átti hugmyndina
„Þetta er bara alhliða fræðslu- og upplifunarsýning um jarðfræði Íslands þar sem við byggjum raunverulega á því að sýna fólki fram á hvernig Ísland varð til og hvernig þetta allt virkar sem liggur undir jörðinni. Hjartað í sýningunni er möttulstrókurinn sem er undir Íslandi núna og er að fæða langflest af okkar stóru eldstöðvakerfum. Við erum að skapa hér 12 metra hátt rými þar sem möttulstrókurinn verður miðjupunkturinn. “
Um 25 ný störf verða til á Hvolsvelli með nýja fyrirtækinu. En hver átti hugmyndina að starfseminni?
„Skúli Gunnar Sigfússon sem á Subway fékk hugmyndina þegar hann var fastur í Bandaríkjunum út af Eyjafjallagosinu og sá mikið af fréttum í Bandaríkjunum. Allt „Live from Hvolsvöllur.“ Þá datt honum í hug að hér yrði að setja upp eitthvað eldfjallasetur og þannig þróaðist hugmyndin.
Viðtalið við Ásbjörn, sem og svipmyndir úr miðstöðinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hugmynd strandaglóps skapar 25 ný störf á Hvolsvelli
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mest lesið



Danir segja skilið við þúsund króna seðilinn
Viðskipti erlent

Verðskrá fyrir magnpóst lögð niður
Neytendur

Krambúð og Huppa í Búðarkór í stað Nettó
Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuður jákvæður um 62 milljarða króna
Viðskipti innlent

Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat
Viðskipti erlent


Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri
Viðskipti erlent

Birgitta Björg stýrir Into the Glacier
Viðskipti innlent