Hugmynd strandaglóps skapar 25 ný störf á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2017 22:57 Tuttugu og fimm ný störf verða til á Hvolsvelli þegar ný Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður opnuð þar í sumar. Í miðstöðinni fá gestir að kynnast því hvernig Ísland varð til þar sem möttulstrókurinn undir landinu verður i aðalhlutverki í tólf metra hárri bygginu. LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin, blasir við þeim sem koma á Hvolsvöll, risa bygging við þorpið sem ætluð er ferðamönnum. Fjölmenni mætti í reisugilið þar sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir stöðu mála og því sem framundan er. „Nú eru innanhússframkvæmdir komnar á fullt og við stefnum ótrauð á það að opna hér 1. júní fyrir gesti og gangandi í glæsilegan veitingastað, flotta verslun Rammagerðarinnar og svo auðvitað þessa ótrúlega flottu sýningu sem við erum að setja hér upp,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri LAVA.Samlokustrandaglópur átti hugmyndina „Þetta er bara alhliða fræðslu- og upplifunarsýning um jarðfræði Íslands þar sem við byggjum raunverulega á því að sýna fólki fram á hvernig Ísland varð til og hvernig þetta allt virkar sem liggur undir jörðinni. Hjartað í sýningunni er möttulstrókurinn sem er undir Íslandi núna og er að fæða langflest af okkar stóru eldstöðvakerfum. Við erum að skapa hér 12 metra hátt rými þar sem möttulstrókurinn verður miðjupunkturinn. “ Um 25 ný störf verða til á Hvolsvelli með nýja fyrirtækinu. En hver átti hugmyndina að starfseminni? „Skúli Gunnar Sigfússon sem á Subway fékk hugmyndina þegar hann var fastur í Bandaríkjunum út af Eyjafjallagosinu og sá mikið af fréttum í Bandaríkjunum. Allt „Live from Hvolsvöllur.“ Þá datt honum í hug að hér yrði að setja upp eitthvað eldfjallasetur og þannig þróaðist hugmyndin. Viðtalið við Ásbjörn, sem og svipmyndir úr miðstöðinni, má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira
Tuttugu og fimm ný störf verða til á Hvolsvelli þegar ný Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður opnuð þar í sumar. Í miðstöðinni fá gestir að kynnast því hvernig Ísland varð til þar sem möttulstrókurinn undir landinu verður i aðalhlutverki í tólf metra hárri bygginu. LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin, blasir við þeim sem koma á Hvolsvöll, risa bygging við þorpið sem ætluð er ferðamönnum. Fjölmenni mætti í reisugilið þar sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir stöðu mála og því sem framundan er. „Nú eru innanhússframkvæmdir komnar á fullt og við stefnum ótrauð á það að opna hér 1. júní fyrir gesti og gangandi í glæsilegan veitingastað, flotta verslun Rammagerðarinnar og svo auðvitað þessa ótrúlega flottu sýningu sem við erum að setja hér upp,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri LAVA.Samlokustrandaglópur átti hugmyndina „Þetta er bara alhliða fræðslu- og upplifunarsýning um jarðfræði Íslands þar sem við byggjum raunverulega á því að sýna fólki fram á hvernig Ísland varð til og hvernig þetta allt virkar sem liggur undir jörðinni. Hjartað í sýningunni er möttulstrókurinn sem er undir Íslandi núna og er að fæða langflest af okkar stóru eldstöðvakerfum. Við erum að skapa hér 12 metra hátt rými þar sem möttulstrókurinn verður miðjupunkturinn. “ Um 25 ný störf verða til á Hvolsvelli með nýja fyrirtækinu. En hver átti hugmyndina að starfseminni? „Skúli Gunnar Sigfússon sem á Subway fékk hugmyndina þegar hann var fastur í Bandaríkjunum út af Eyjafjallagosinu og sá mikið af fréttum í Bandaríkjunum. Allt „Live from Hvolsvöllur.“ Þá datt honum í hug að hér yrði að setja upp eitthvað eldfjallasetur og þannig þróaðist hugmyndin. Viðtalið við Ásbjörn, sem og svipmyndir úr miðstöðinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira