Hugmynd strandaglóps skapar 25 ný störf á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2017 22:57 Tuttugu og fimm ný störf verða til á Hvolsvelli þegar ný Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður opnuð þar í sumar. Í miðstöðinni fá gestir að kynnast því hvernig Ísland varð til þar sem möttulstrókurinn undir landinu verður i aðalhlutverki í tólf metra hárri bygginu. LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin, blasir við þeim sem koma á Hvolsvöll, risa bygging við þorpið sem ætluð er ferðamönnum. Fjölmenni mætti í reisugilið þar sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir stöðu mála og því sem framundan er. „Nú eru innanhússframkvæmdir komnar á fullt og við stefnum ótrauð á það að opna hér 1. júní fyrir gesti og gangandi í glæsilegan veitingastað, flotta verslun Rammagerðarinnar og svo auðvitað þessa ótrúlega flottu sýningu sem við erum að setja hér upp,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri LAVA.Samlokustrandaglópur átti hugmyndina „Þetta er bara alhliða fræðslu- og upplifunarsýning um jarðfræði Íslands þar sem við byggjum raunverulega á því að sýna fólki fram á hvernig Ísland varð til og hvernig þetta allt virkar sem liggur undir jörðinni. Hjartað í sýningunni er möttulstrókurinn sem er undir Íslandi núna og er að fæða langflest af okkar stóru eldstöðvakerfum. Við erum að skapa hér 12 metra hátt rými þar sem möttulstrókurinn verður miðjupunkturinn. “ Um 25 ný störf verða til á Hvolsvelli með nýja fyrirtækinu. En hver átti hugmyndina að starfseminni? „Skúli Gunnar Sigfússon sem á Subway fékk hugmyndina þegar hann var fastur í Bandaríkjunum út af Eyjafjallagosinu og sá mikið af fréttum í Bandaríkjunum. Allt „Live from Hvolsvöllur.“ Þá datt honum í hug að hér yrði að setja upp eitthvað eldfjallasetur og þannig þróaðist hugmyndin. Viðtalið við Ásbjörn, sem og svipmyndir úr miðstöðinni, má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Tuttugu og fimm ný störf verða til á Hvolsvelli þegar ný Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður opnuð þar í sumar. Í miðstöðinni fá gestir að kynnast því hvernig Ísland varð til þar sem möttulstrókurinn undir landinu verður i aðalhlutverki í tólf metra hárri bygginu. LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin, blasir við þeim sem koma á Hvolsvöll, risa bygging við þorpið sem ætluð er ferðamönnum. Fjölmenni mætti í reisugilið þar sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir stöðu mála og því sem framundan er. „Nú eru innanhússframkvæmdir komnar á fullt og við stefnum ótrauð á það að opna hér 1. júní fyrir gesti og gangandi í glæsilegan veitingastað, flotta verslun Rammagerðarinnar og svo auðvitað þessa ótrúlega flottu sýningu sem við erum að setja hér upp,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri LAVA.Samlokustrandaglópur átti hugmyndina „Þetta er bara alhliða fræðslu- og upplifunarsýning um jarðfræði Íslands þar sem við byggjum raunverulega á því að sýna fólki fram á hvernig Ísland varð til og hvernig þetta allt virkar sem liggur undir jörðinni. Hjartað í sýningunni er möttulstrókurinn sem er undir Íslandi núna og er að fæða langflest af okkar stóru eldstöðvakerfum. Við erum að skapa hér 12 metra hátt rými þar sem möttulstrókurinn verður miðjupunkturinn. “ Um 25 ný störf verða til á Hvolsvelli með nýja fyrirtækinu. En hver átti hugmyndina að starfseminni? „Skúli Gunnar Sigfússon sem á Subway fékk hugmyndina þegar hann var fastur í Bandaríkjunum út af Eyjafjallagosinu og sá mikið af fréttum í Bandaríkjunum. Allt „Live from Hvolsvöllur.“ Þá datt honum í hug að hér yrði að setja upp eitthvað eldfjallasetur og þannig þróaðist hugmyndin. Viðtalið við Ásbjörn, sem og svipmyndir úr miðstöðinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira