Leikjavísir

Taktar á Íslandsmótinu í Overwatch

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch stendur nú yfir þar sem 50 lið keppast um 1,4 milljónir í verðlaun. Þegar þetta er skrifað eru 52 af 96 leikjum í riðlakeppni mótsins búnir.

Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn.

Keppendur á mótinu hafa gert áhugasömum kleift að fylgjast með nokkrum leikjum á Twitch, en þar hafa ein tilþrif vakið töluverða athygli. Það var þegar Dethkeik gerði út af við fimm andstæðinga sína á nokkrum sekúndum. Hægt er að sjá tilþrifin hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.