Aðgerðaleysi stjórnvalda vegna næstu niðursveiflu mikið áhyggjefni Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 19:00 Afgangur á fjárlögum er allt of lítill og það er áhyggjuefni hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að 25 milljarða afgangur sem samþykktur var á fjárlögum sé of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður enda svarar hann aðeins til einu prósenti af landsframleiðslu. „Við vildum sjá aðhaldssamari fjárlög og töldum fullt tilefni til þess í ljósi þenslunnar í hagkerfinu.“ Halldór segir í grein í Fréttablaðinu í dag það sé áhyggjuefni „hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda.“ Halldór segir í samtali við fréttastofu að stjórnvöld verði að skapa umgjörð til að mæta áföllum, þegar þau eigi sér stað. „Efnahagslegar forsendur fjárlaga eru þær að gert er ráð fyrir áframhaldandi hagvexti til ársins 2021 eða 2022. Það er orðið veruleg langt hagvaxtarskeið sem vonandi mun raungerast en við vitum af reynslu að góðærið mun einhvern endi taka. Málflutningur okkar er einfaldlega þessi, er ekki sniðugt að búa í haginn meðan vel gengur fyrir möguleg áföll sem kunna að verða síðar á leiðinni?“Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins vill að stjórnvöld setji á laggirnar stöðugleikasjóð til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina.vísir/stefánHagvaxtarskeiðið sem Íslendingar eru að ganga í gegnum núna er samfellt lengra en í góðærinu 2004-2007. Hins vegar er þessi hagvöxtur núna öðruvísi en þá því hann kemur í gegnum þjónustujöfnuð, ferðaþjónustu og er útflutningsdrifinn. Þá eru Íslendingar ekki að skuldsetja sig í útlöndum eins og í síðasta góðæri enda var hrein staða við útlönd jákvæð í lok september síðastliðnum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins hefur talað um mikilvægi þess að setja á laggirnar stöðugleikasjóð. Þessi sjóður væri nokkurs konar öryggispúði fyrir Ísland og yrði notaður til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina. Hugmyndin um stöðugleikasjóð er ekki ný af nálinni. Bjarni Benediktsson hefur talað um stofnun slíks sjóðs á tveimur síðustu ársfundum Landsvirkjunar. En Lilja vill að hann nái til fleiri þátta en argreiðslna Landsvirkjunar og vill ráðast í verkefnið strax. „Við erum stödd á mjög sérstökum stað í hagsveiflunni. Við höfum aldrei séð jafn mikið flæði af erlendum gjaldeyri inn í þjóðarbúið. Seðlabankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri fyrir hundruð milljarða á síðustu misserum. Það er mikill vaxtamunur við útlönd þannig að ef við myndum setja hluta af forðanum eða stöðugleikaframlögunum inni í stöðugleikasjóð þá myndum við minnka hugsanlega þennan vaxtamun því við gætum þá verið að fjárfesta til lengri tíma litið. Þannig að þessi sjóður gæti verið tæki til mótvægisaðgerða í þeirri hagsveiflu sem við erum í núna,“ segir Lilja. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Afgangur á fjárlögum er allt of lítill og það er áhyggjuefni hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að 25 milljarða afgangur sem samþykktur var á fjárlögum sé of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður enda svarar hann aðeins til einu prósenti af landsframleiðslu. „Við vildum sjá aðhaldssamari fjárlög og töldum fullt tilefni til þess í ljósi þenslunnar í hagkerfinu.“ Halldór segir í grein í Fréttablaðinu í dag það sé áhyggjuefni „hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda.“ Halldór segir í samtali við fréttastofu að stjórnvöld verði að skapa umgjörð til að mæta áföllum, þegar þau eigi sér stað. „Efnahagslegar forsendur fjárlaga eru þær að gert er ráð fyrir áframhaldandi hagvexti til ársins 2021 eða 2022. Það er orðið veruleg langt hagvaxtarskeið sem vonandi mun raungerast en við vitum af reynslu að góðærið mun einhvern endi taka. Málflutningur okkar er einfaldlega þessi, er ekki sniðugt að búa í haginn meðan vel gengur fyrir möguleg áföll sem kunna að verða síðar á leiðinni?“Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins vill að stjórnvöld setji á laggirnar stöðugleikasjóð til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina.vísir/stefánHagvaxtarskeiðið sem Íslendingar eru að ganga í gegnum núna er samfellt lengra en í góðærinu 2004-2007. Hins vegar er þessi hagvöxtur núna öðruvísi en þá því hann kemur í gegnum þjónustujöfnuð, ferðaþjónustu og er útflutningsdrifinn. Þá eru Íslendingar ekki að skuldsetja sig í útlöndum eins og í síðasta góðæri enda var hrein staða við útlönd jákvæð í lok september síðastliðnum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins hefur talað um mikilvægi þess að setja á laggirnar stöðugleikasjóð. Þessi sjóður væri nokkurs konar öryggispúði fyrir Ísland og yrði notaður til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina. Hugmyndin um stöðugleikasjóð er ekki ný af nálinni. Bjarni Benediktsson hefur talað um stofnun slíks sjóðs á tveimur síðustu ársfundum Landsvirkjunar. En Lilja vill að hann nái til fleiri þátta en argreiðslna Landsvirkjunar og vill ráðast í verkefnið strax. „Við erum stödd á mjög sérstökum stað í hagsveiflunni. Við höfum aldrei séð jafn mikið flæði af erlendum gjaldeyri inn í þjóðarbúið. Seðlabankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri fyrir hundruð milljarða á síðustu misserum. Það er mikill vaxtamunur við útlönd þannig að ef við myndum setja hluta af forðanum eða stöðugleikaframlögunum inni í stöðugleikasjóð þá myndum við minnka hugsanlega þennan vaxtamun því við gætum þá verið að fjárfesta til lengri tíma litið. Þannig að þessi sjóður gæti verið tæki til mótvægisaðgerða í þeirri hagsveiflu sem við erum í núna,“ segir Lilja.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira