Allt að 87 prósenta hækkun á tollkvóta milli ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Hingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. vísir/stefán Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24
Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11
Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00