Fengu kauprétt fyrir milljarða lánin til Havila Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 11:30 Havila Shipping hefur glímt við mikla rekstrarörðugleika síðan olíuverð fór að hrynja á seinni hluta árs 2014. Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar. Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira