Fengu kauprétt fyrir milljarða lánin til Havila Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 11:30 Havila Shipping hefur glímt við mikla rekstrarörðugleika síðan olíuverð fór að hrynja á seinni hluta árs 2014. Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar. Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar.
Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira