Fengu kauprétt fyrir milljarða lánin til Havila Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 11:30 Havila Shipping hefur glímt við mikla rekstrarörðugleika síðan olíuverð fór að hrynja á seinni hluta árs 2014. Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar. Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar.
Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira