Eignast meirihluta í Fiskeldi Austfjarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fiskeldi Austfjarða er með eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Vísir/GVA Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira