Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið.
Renault mun frumsýna R.S.17 bíl sinn í London þann 21. febrúar.
Force India frumsýnir sinn bíl fyrir tímabilið á Silverstone brautinni 22. febrúar.
Heimsmeistararnir í Mercedes munu kynna F1 W08 bíl sinn þann 23. febrúar einnig á Silverstone brautinni.
Ferrari mun halda sig við að kynna bíl sinn í Fiorano á Ítalíu þann 24. febrúar.
McLaren mun kynna bíl sinn í Woking á Englandi þann 24. febrúar.
Bílarnir verða svo fluttir til Barselóna í flýti til að verða reiðubúnir fyrir æfingar þar 27. febrúar. Vísir mun fylgjast með og flytja fréttir og myndir af bílunum þegar þeir verðar afhjúpaðir.
Þau lið sem ekki hafa gefið út frumsýningardag munu væntanlega kynna bíla sína að morgni 27. febrúar í Barselóna.
