Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2017 21:15 Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. Þetta kom fram í viðtali við Verner Hemmeken, forstjóra Royal Arctic Line, en Stöð 2 var í beinni útsendingu frá höfninni í Nuuk í kvöld. Siglingamál Grænlands eru enn með nokkrum nýlendubrag því nánast allir vöruflutningar fara um Álaborg í Danmörku, samkvæmt sérstökum samningum sem eiga sér langa forsögu. Þessa tengingu vilja Grænlendingar rjúfa til að skapa sér fjölbreyttari tækifæri. Það gera þeir nú með tvennum hætti, annarsvegar með samstarfssamningi við Eimskip, sem skipafélag landsstjórnar Grænlands, Royal Arctic Line gerir, og hins vegar með því að gera nýja gámahöfn í Nuuk. Með þessum aðgerðum vonast Grænlendingar til að milli 50 og 100 störf skapist í Nuuk við það að margvísleg starfsemi á Norður-Jótlandi flytjist heim til Grænlands. „Sú starfsemi sem var í Álaborg flyst nú til Nuuk, það er vöruflutningar til og frá Grænlandi, og það skapar tækifæri hvað varðar meðhöndlun á innfluttum vörum og einnig á að flytja út fiskafurðir. Það þýðir að Grænlendingar geta afhent vöruna beint til neytenda og eflt þannig ímynd sína. Í því er líka fólgið sjálfstæði,” segir Verner Hemmeken.Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, á skrifstofu sinni í Nuuk í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í síðustu viku var greint frá samhliða samningum Eimskips og Royal Arctic Line um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. Félögin hafa jafnframt gert samning um samstarf sem miðar meðal annars að samnýtingu skipanna á siglingaleiðinni milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Århus í Danmörku. „Þetta er gott dæmi um hvernig vesturnorræn ríki geta unnið saman og nýtt sameiginlegt flutningskerfi sem er öllum til hagsbóta. Samstarf okkar við Eimskip á eftir að gagnast Færeyingum, Íslendingum og Grænlendingum í mörg ár, hvað flutninga snertir,” segir Verner. „Vesturnorrænt samstarf er öllum til hagsbóta og það er svolítið sérstakt að í svona afskekktum heimshluta getum við tekið þátt í svona samstarfi sem gagnast öllum.”Royal Arctic Line, skipafélag grænlensku landsstjórnarinnar, kaupir eitt skip en Eimskipafélagið tvö skip.Teikning/Eimskip.-Og þetta styrkir enn vinaböndin á milli Íslands og Grænlands? „Já, það vonum við. Ekki spurning. Þetta styrkir einnig samstöðuna á milli Íslands og Grænlands. Í dag eru mikil tækifæri og þeim mun fjölga enn meira. Með vikulegum siglingum til og frá Íslandi opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að eiga viðskipti í Grænlandi miðað við áður þegar þau voru bundnari af viðskiptum við Dani,” segir forstjóri grænlenska skipafélagsins.Bein útsending var í fréttum Stöðvar 2 frá höfninni í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Eimskip lætur smíða tvö stór gámaflutningaskip fyrir 7,4 milljarða Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. 28. janúar 2017 07:00 Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. 25. október 2016 20:15 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. Þetta kom fram í viðtali við Verner Hemmeken, forstjóra Royal Arctic Line, en Stöð 2 var í beinni útsendingu frá höfninni í Nuuk í kvöld. Siglingamál Grænlands eru enn með nokkrum nýlendubrag því nánast allir vöruflutningar fara um Álaborg í Danmörku, samkvæmt sérstökum samningum sem eiga sér langa forsögu. Þessa tengingu vilja Grænlendingar rjúfa til að skapa sér fjölbreyttari tækifæri. Það gera þeir nú með tvennum hætti, annarsvegar með samstarfssamningi við Eimskip, sem skipafélag landsstjórnar Grænlands, Royal Arctic Line gerir, og hins vegar með því að gera nýja gámahöfn í Nuuk. Með þessum aðgerðum vonast Grænlendingar til að milli 50 og 100 störf skapist í Nuuk við það að margvísleg starfsemi á Norður-Jótlandi flytjist heim til Grænlands. „Sú starfsemi sem var í Álaborg flyst nú til Nuuk, það er vöruflutningar til og frá Grænlandi, og það skapar tækifæri hvað varðar meðhöndlun á innfluttum vörum og einnig á að flytja út fiskafurðir. Það þýðir að Grænlendingar geta afhent vöruna beint til neytenda og eflt þannig ímynd sína. Í því er líka fólgið sjálfstæði,” segir Verner Hemmeken.Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, á skrifstofu sinni í Nuuk í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í síðustu viku var greint frá samhliða samningum Eimskips og Royal Arctic Line um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. Félögin hafa jafnframt gert samning um samstarf sem miðar meðal annars að samnýtingu skipanna á siglingaleiðinni milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Århus í Danmörku. „Þetta er gott dæmi um hvernig vesturnorræn ríki geta unnið saman og nýtt sameiginlegt flutningskerfi sem er öllum til hagsbóta. Samstarf okkar við Eimskip á eftir að gagnast Færeyingum, Íslendingum og Grænlendingum í mörg ár, hvað flutninga snertir,” segir Verner. „Vesturnorrænt samstarf er öllum til hagsbóta og það er svolítið sérstakt að í svona afskekktum heimshluta getum við tekið þátt í svona samstarfi sem gagnast öllum.”Royal Arctic Line, skipafélag grænlensku landsstjórnarinnar, kaupir eitt skip en Eimskipafélagið tvö skip.Teikning/Eimskip.-Og þetta styrkir enn vinaböndin á milli Íslands og Grænlands? „Já, það vonum við. Ekki spurning. Þetta styrkir einnig samstöðuna á milli Íslands og Grænlands. Í dag eru mikil tækifæri og þeim mun fjölga enn meira. Með vikulegum siglingum til og frá Íslandi opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að eiga viðskipti í Grænlandi miðað við áður þegar þau voru bundnari af viðskiptum við Dani,” segir forstjóri grænlenska skipafélagsins.Bein útsending var í fréttum Stöðvar 2 frá höfninni í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Eimskip lætur smíða tvö stór gámaflutningaskip fyrir 7,4 milljarða Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. 28. janúar 2017 07:00 Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. 25. október 2016 20:15 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Eimskip lætur smíða tvö stór gámaflutningaskip fyrir 7,4 milljarða Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. 28. janúar 2017 07:00
Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. 25. október 2016 20:15
Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45