Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 12:48 Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira