Aron og félagar komust ekki í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 15:00 Aron fær óblíðar móttökur frá Dönunum Mikkel Hansen og Henrik Möllgard. vísir/getty Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag. PSG mætir annað hvort Vardar eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. PSG var lengst af með frumkvæðið í leiknum í dag þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Veszprém byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir. Í stöðunni 15-14 fyrir Veszprém kom góður kafli hjá PSG sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni sem liðið lét ekki af hendi. Aron skoraði aðeins eitt mark úr sex skotum en gaf á annan tug stoðsendinga. Þær hefðu getað orðið fleiri en leikmenn Veszprém fóru illa að ráði sínu í nokkrum dauðafærum í leiknum. Uwe Gensheimer og Mikkel Hansen skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG og þá átti Daniel Narcisse góða innkomu. Thierry Omeyer varði einnig vel í fyrri hálfleik. László Nagy skoraði sex mörk fyrir Veszprém og Gasper Marguc fimm. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.26-27 (Leik lokið): Veszprém tapar boltanum í lokasókninni og PSG fagnar sigri. Nilsson grípur ekki línusendingu Arons.25-27 (58. mín): Nikola Karabatic kemur PSG tveimur mörkum yfir með sínu fyrsta marki í leiknum. Staðan er orðin erfið fyrir Veszprém.25-26 (56. mín): Narcisse fer hrikalega illa með Nilsson, fiskar víti og hann út af. Mikler ver hins vegar vítið frá Hansen. Afar mikilvægt.23-25 (54. mín): Hansen kemur PSG tveimur mörkum yfir af vítalínunni. Daninn er kominn með sjö mörk, líkt og Gensheimer.21-21 (49. mín): Aron sleppir boltanum inn á línuna á Blaz Blagotinsek sem skorar. Aron er kominn með hátt í 10 stoðsendingar í leiknum.18-19 (45. mín): Mirko Alilovic ver víti frá Gensheimer og Marguc refsar með marki hinum megin. Aron að sjálfsögðu með stoðsendinguna. Hann er eins og fóstra; matar samherja sína.16-19 (42. mín): Hansen þrumar boltanum í netið. Þriggja marka munur. Veszprém myndi þiggja betri markvörslu en liðið hefur fengið í leiknum. Svo vantar Ungverjana mörk utan af velli.15-17 (39. mín): Þrjú mörk í röð hjá PSG. Xavier Sabaté, þjálfari Veszprém, tekur leikhlé. Þau eru jafnan skemmtileg. Útileikmennirnir hjá Veszprém, Aron, Ilic og Nagy, eru aðeins 5 af 18 í skotum í leiknum.15-14 (37. mín): Aron finnur Nilsson sem skorar. Önnur stoðsending Arons í röð. Sóknin gengur vel hjá Veszprém hér í upphafi seinni hálfleiks.13-13 (34. mín): Nagy lyftir sér upp og skorar. Tími til kominn. Ekki verið neitt sérstakur í sókninni í dag.12-13 (32. mín): Daniel Narcisse með tvö mörk í röð og PSG komið yfir á nýjan leik. Fín innkoma hjá Narcisse.11-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Veszprém byrjar með boltann og getur komist yfir.11-11 (Fyrri hálfleik lokið): Staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn. Gríðarlega jafn leikur þar sem varnirnar eru í aðalhlutverki. Aron er kominn með eitt mark og nokkrar stoðsendingar. Veszprém hefur farið illa með full mörg færi og er aðeins með 48% skotnýtingu og 30% sóknarnýtingu. PSG gengur illa í uppstilltum sóknarleik en hefur keyrt hraðaupphlaupin vel.9-9 (27. mín): Aron laumar boltanum inn á línuna á Andreas Nilsson sem jafnar metin. Aron er búinn að eiga nokkrar frábærar sendingar sem samherjar hans hafa ekki skilað í marki. Nilsson urðu hins vegar ekki á nein mistök þarna.8-9 (24. mín): Dragan Gajic minnkar muninn í eitt mark af vítalínunni. Slóvensku hægri hornamennirnir hjá Veszprém eru komnir með samtals fjögur mörk, eða helming marka liðsins.6-8 (19. mín): Omeyer ver víti frá Momir Ilic og svo skot frá László Nagy. Þessi aldni höfðingi byrjar leikinn frábærlega.6-7 (15. mín): Aron minnkar muninn í eitt mark með sínu fyrsta marki. Tvö mörk í röð frá Veszprém.4-7 (13. mín): Thierry Omeyer ver frá Cristian Ugalde í dauðafæri. Mikkel Hansen refsar hinum megin. Veszprém hefur farið illa með of mörg dauðafæri.3-5 (8. mín): Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð frá PSG. Gensheimer byrjar af krafti og er kominn með þrjú mörk.3-3 (6. mín): Uwe Gensheimer jafnar í 3-3 með sínu öðru marki. Sóknir liðanna eru beittar hér í upphafi leiks.1-1 (3. mín): Luka Stepancic skorar fyrsta mark leiksins en Renato Sulic svarar fyrir Veszprém.0-0 (Leikur hafinn): Frakkarnir byrja með boltann. Aron spilar ekki vörnina til að byrja með.Fyrir leik:Öll formsatriði að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Þrátt fyrir að peningum hafi verið ausið í liðið á undanförnum árum hefur PSG aldrei unnið Meistaradeildina. Sömu sögu er að segja af Veszprém sem hefur tapað í öll þrjú skiptin sem liðið hefur komist í úrslit (2002, 2015 og 2016).Fyrir leik:Liðin voru saman í riðli í riðlakeppninni. PSG vann fyrri leikinn á heimavelli Veszprém, 28-29, og þann seinni í París, 28-24.Fyrir leik:Aron er þrautreyndur á þessu sviði en hann hefur komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár og sjö sinnum alls. Hann varð meistari með Kiel 2010 og 2012 og var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar 2014 og 2016 þrátt fyrir að vera í silfurliði.Fyrir leik: Okkar maður, Aron Pálmarsson, er í stóru hlutverki hjá Veszprém og hefur komið virkilega sterkur inn eftir meiðslin sem héldu honum frá þátttöku á HM í Frakklandi. Aron var t.a.m. frábær í leikjunum við Montpellier í 8-liða úrslitunum.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks. Hér ætlum við að fylgjast með leik Veszprém og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Handbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag. PSG mætir annað hvort Vardar eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. PSG var lengst af með frumkvæðið í leiknum í dag þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Veszprém byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir. Í stöðunni 15-14 fyrir Veszprém kom góður kafli hjá PSG sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni sem liðið lét ekki af hendi. Aron skoraði aðeins eitt mark úr sex skotum en gaf á annan tug stoðsendinga. Þær hefðu getað orðið fleiri en leikmenn Veszprém fóru illa að ráði sínu í nokkrum dauðafærum í leiknum. Uwe Gensheimer og Mikkel Hansen skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG og þá átti Daniel Narcisse góða innkomu. Thierry Omeyer varði einnig vel í fyrri hálfleik. László Nagy skoraði sex mörk fyrir Veszprém og Gasper Marguc fimm. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.26-27 (Leik lokið): Veszprém tapar boltanum í lokasókninni og PSG fagnar sigri. Nilsson grípur ekki línusendingu Arons.25-27 (58. mín): Nikola Karabatic kemur PSG tveimur mörkum yfir með sínu fyrsta marki í leiknum. Staðan er orðin erfið fyrir Veszprém.25-26 (56. mín): Narcisse fer hrikalega illa með Nilsson, fiskar víti og hann út af. Mikler ver hins vegar vítið frá Hansen. Afar mikilvægt.23-25 (54. mín): Hansen kemur PSG tveimur mörkum yfir af vítalínunni. Daninn er kominn með sjö mörk, líkt og Gensheimer.21-21 (49. mín): Aron sleppir boltanum inn á línuna á Blaz Blagotinsek sem skorar. Aron er kominn með hátt í 10 stoðsendingar í leiknum.18-19 (45. mín): Mirko Alilovic ver víti frá Gensheimer og Marguc refsar með marki hinum megin. Aron að sjálfsögðu með stoðsendinguna. Hann er eins og fóstra; matar samherja sína.16-19 (42. mín): Hansen þrumar boltanum í netið. Þriggja marka munur. Veszprém myndi þiggja betri markvörslu en liðið hefur fengið í leiknum. Svo vantar Ungverjana mörk utan af velli.15-17 (39. mín): Þrjú mörk í röð hjá PSG. Xavier Sabaté, þjálfari Veszprém, tekur leikhlé. Þau eru jafnan skemmtileg. Útileikmennirnir hjá Veszprém, Aron, Ilic og Nagy, eru aðeins 5 af 18 í skotum í leiknum.15-14 (37. mín): Aron finnur Nilsson sem skorar. Önnur stoðsending Arons í röð. Sóknin gengur vel hjá Veszprém hér í upphafi seinni hálfleiks.13-13 (34. mín): Nagy lyftir sér upp og skorar. Tími til kominn. Ekki verið neitt sérstakur í sókninni í dag.12-13 (32. mín): Daniel Narcisse með tvö mörk í röð og PSG komið yfir á nýjan leik. Fín innkoma hjá Narcisse.11-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Veszprém byrjar með boltann og getur komist yfir.11-11 (Fyrri hálfleik lokið): Staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn. Gríðarlega jafn leikur þar sem varnirnar eru í aðalhlutverki. Aron er kominn með eitt mark og nokkrar stoðsendingar. Veszprém hefur farið illa með full mörg færi og er aðeins með 48% skotnýtingu og 30% sóknarnýtingu. PSG gengur illa í uppstilltum sóknarleik en hefur keyrt hraðaupphlaupin vel.9-9 (27. mín): Aron laumar boltanum inn á línuna á Andreas Nilsson sem jafnar metin. Aron er búinn að eiga nokkrar frábærar sendingar sem samherjar hans hafa ekki skilað í marki. Nilsson urðu hins vegar ekki á nein mistök þarna.8-9 (24. mín): Dragan Gajic minnkar muninn í eitt mark af vítalínunni. Slóvensku hægri hornamennirnir hjá Veszprém eru komnir með samtals fjögur mörk, eða helming marka liðsins.6-8 (19. mín): Omeyer ver víti frá Momir Ilic og svo skot frá László Nagy. Þessi aldni höfðingi byrjar leikinn frábærlega.6-7 (15. mín): Aron minnkar muninn í eitt mark með sínu fyrsta marki. Tvö mörk í röð frá Veszprém.4-7 (13. mín): Thierry Omeyer ver frá Cristian Ugalde í dauðafæri. Mikkel Hansen refsar hinum megin. Veszprém hefur farið illa með of mörg dauðafæri.3-5 (8. mín): Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð frá PSG. Gensheimer byrjar af krafti og er kominn með þrjú mörk.3-3 (6. mín): Uwe Gensheimer jafnar í 3-3 með sínu öðru marki. Sóknir liðanna eru beittar hér í upphafi leiks.1-1 (3. mín): Luka Stepancic skorar fyrsta mark leiksins en Renato Sulic svarar fyrir Veszprém.0-0 (Leikur hafinn): Frakkarnir byrja með boltann. Aron spilar ekki vörnina til að byrja með.Fyrir leik:Öll formsatriði að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Þrátt fyrir að peningum hafi verið ausið í liðið á undanförnum árum hefur PSG aldrei unnið Meistaradeildina. Sömu sögu er að segja af Veszprém sem hefur tapað í öll þrjú skiptin sem liðið hefur komist í úrslit (2002, 2015 og 2016).Fyrir leik:Liðin voru saman í riðli í riðlakeppninni. PSG vann fyrri leikinn á heimavelli Veszprém, 28-29, og þann seinni í París, 28-24.Fyrir leik:Aron er þrautreyndur á þessu sviði en hann hefur komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár og sjö sinnum alls. Hann varð meistari með Kiel 2010 og 2012 og var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar 2014 og 2016 þrátt fyrir að vera í silfurliði.Fyrir leik: Okkar maður, Aron Pálmarsson, er í stóru hlutverki hjá Veszprém og hefur komið virkilega sterkur inn eftir meiðslin sem héldu honum frá þátttöku á HM í Frakklandi. Aron var t.a.m. frábær í leikjunum við Montpellier í 8-liða úrslitunum.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks. Hér ætlum við að fylgjast með leik Veszprém og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.
Handbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira