Ætla í samkeppni við Nasdaq í sumar og rjúfa einokun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur um árabil haft einokunarstöðu á markaði með skráningu verðbréfa. Vísir/Stefán Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira