Íslenskt fyrirtæki fékk hluta af þóknun Morgan Stanley frá Seðlabankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2017 19:01 Seðlabanki Íslands neitar að gefa upp hversu háa þóknun bankinn greiddi bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley fyrir ráðgjöf í aðdraganda þess að Seðlabankinn seldi 6 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Íslenskt verðbréfafyrirtæki fékk hlut í þóknun bandaríska bankans. Bréfin í Kaupþingi hækkuðu mikið í verði örfáum mánuðum eftir að Seðlabankinn seldi. Í nóvember seldi Seðlabankinn skuldabréf á eignarhaldsfélagið Kaupþing fyrir jafnvirði 19 milljarða króna. Aðeins tveimur mánuðum síðar hafði verðmæti þeirra hækkað um 5 milljarða króna vegna dómssáttar sem Kaupþing gerði við Deutsche Bank. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki haldið vel á hagsmunum sínum í þessu máli og farið á mis við milljarða króna. Hann hafi mátt vita að á döfinni væri dómssátt milli Kaupþings og Deutsche Bank sem myndi hækka verðmæti bréfanna. Starfsmenn Seðlabankans hafa hins vegar sagt að bankinn hafi engar upplýsingar haft um samkomulagið við Deutsche Bank þegar tekin var ákvörðun um sölu hlutarins í Kaupþingi. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér 6. apríl kom fram að skuldabréfin voru seld í opnu ferli fyrir milligöngu Morgan Stanley og „allir sem uppfylltu almenn skilyrði gátu gert kauptilboð.“ Fréttastofan sendi Seðlabanka Íslands þríþætta fyrirspurn vegna málsins. Í fyrsta lagi, hvers vegna tók Seðlabankinn þá ákvörðun að vinna umrædd viðskipti með Morgan Stanley en ekki með opnu útboði? Þ.e. hvernig var þessi samstarfsaðili valinn? Í öðru lagi, hversu stór hluti af þeirri greiðslu sem Seðlabankinn fékk rann til Morgan Stanley sem þóknun vegna ráðgjafar við söluna? Í þriðja lagi, komu einhverjir aðrir ráðgjafar að umræddu söluferli, innlendir eða erlendir? Í svari Seðlabankans við fyrstu spurningunni segir: „Þegar verið er að selja óskráðar eignir þar sem eftirmarkaður er grunnur er mikilvægt að markaðnum sé ekki kunnugt um það framboð sem von er á inn á markaðinn. Það gæti haft áhrif á verð til lækkunar og skaðað hagsmuni seljandans. Útboð hentar því ekki, heldur eru samstarfsaðilar Seðlabankans valdir úr hópi þeirra fjármálastofnana sem eru í virku viðskiptasambandi við bankann og eru jafnframt virkir á markaði með viðkomandi eignir. Nokkrir erlendir aðilar uppfylla þau skilyrði.“ Seðlabankinn upplýsir ekki um hversu háar fjárhæðir bankinn greiddi Morgan Stanley í þóknun vegna viðskiptanna. Í svari bankans segir að samningsbundnar greiðslur til einstakra aðila fyrir verk af þessu tagi séu bundnar trúnaði. Þær séu samningsatriði en taki mið af því sem almennt tíðkast í slíkum viðskiptum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar fékk íslenskt verðbréfafyrirtæki hluta af þeirri þóknun sem Morgan Stanley fékk vegna viðskiptanna. Seðlabankinn virðist hins vegar ekki vita af því. Í svari bankans segir: „Nei, Morgan Stanley var eini mótaðili Seðlabankans í söluferlinu.“ Í svörum við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar var því jafnframt ítrekað neitað að Seðlabankinn hafi haft nokkrar upplýsingar um aðkomu íslenska verðbréfafyrirtækisins að viðskiptunum. Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. 6. apríl 2017 12:40 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Seðlabanki Íslands neitar að gefa upp hversu háa þóknun bankinn greiddi bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley fyrir ráðgjöf í aðdraganda þess að Seðlabankinn seldi 6 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Íslenskt verðbréfafyrirtæki fékk hlut í þóknun bandaríska bankans. Bréfin í Kaupþingi hækkuðu mikið í verði örfáum mánuðum eftir að Seðlabankinn seldi. Í nóvember seldi Seðlabankinn skuldabréf á eignarhaldsfélagið Kaupþing fyrir jafnvirði 19 milljarða króna. Aðeins tveimur mánuðum síðar hafði verðmæti þeirra hækkað um 5 milljarða króna vegna dómssáttar sem Kaupþing gerði við Deutsche Bank. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki haldið vel á hagsmunum sínum í þessu máli og farið á mis við milljarða króna. Hann hafi mátt vita að á döfinni væri dómssátt milli Kaupþings og Deutsche Bank sem myndi hækka verðmæti bréfanna. Starfsmenn Seðlabankans hafa hins vegar sagt að bankinn hafi engar upplýsingar haft um samkomulagið við Deutsche Bank þegar tekin var ákvörðun um sölu hlutarins í Kaupþingi. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér 6. apríl kom fram að skuldabréfin voru seld í opnu ferli fyrir milligöngu Morgan Stanley og „allir sem uppfylltu almenn skilyrði gátu gert kauptilboð.“ Fréttastofan sendi Seðlabanka Íslands þríþætta fyrirspurn vegna málsins. Í fyrsta lagi, hvers vegna tók Seðlabankinn þá ákvörðun að vinna umrædd viðskipti með Morgan Stanley en ekki með opnu útboði? Þ.e. hvernig var þessi samstarfsaðili valinn? Í öðru lagi, hversu stór hluti af þeirri greiðslu sem Seðlabankinn fékk rann til Morgan Stanley sem þóknun vegna ráðgjafar við söluna? Í þriðja lagi, komu einhverjir aðrir ráðgjafar að umræddu söluferli, innlendir eða erlendir? Í svari Seðlabankans við fyrstu spurningunni segir: „Þegar verið er að selja óskráðar eignir þar sem eftirmarkaður er grunnur er mikilvægt að markaðnum sé ekki kunnugt um það framboð sem von er á inn á markaðinn. Það gæti haft áhrif á verð til lækkunar og skaðað hagsmuni seljandans. Útboð hentar því ekki, heldur eru samstarfsaðilar Seðlabankans valdir úr hópi þeirra fjármálastofnana sem eru í virku viðskiptasambandi við bankann og eru jafnframt virkir á markaði með viðkomandi eignir. Nokkrir erlendir aðilar uppfylla þau skilyrði.“ Seðlabankinn upplýsir ekki um hversu háar fjárhæðir bankinn greiddi Morgan Stanley í þóknun vegna viðskiptanna. Í svari bankans segir að samningsbundnar greiðslur til einstakra aðila fyrir verk af þessu tagi séu bundnar trúnaði. Þær séu samningsatriði en taki mið af því sem almennt tíðkast í slíkum viðskiptum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar fékk íslenskt verðbréfafyrirtæki hluta af þeirri þóknun sem Morgan Stanley fékk vegna viðskiptanna. Seðlabankinn virðist hins vegar ekki vita af því. Í svari bankans segir: „Nei, Morgan Stanley var eini mótaðili Seðlabankans í söluferlinu.“ Í svörum við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar var því jafnframt ítrekað neitað að Seðlabankinn hafi haft nokkrar upplýsingar um aðkomu íslenska verðbréfafyrirtækisins að viðskiptunum.
Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. 6. apríl 2017 12:40 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30
Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00
Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56
Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. 6. apríl 2017 12:40