Alþingi dragi úrskurði kjararáðs til baka Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 10:10 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslands hefur skorað á nýtt Alþingi að endurskoða úrskurði kjararáðs og leggja málið í sáttaferli. Úrskurðir ráðsins um launahækkanir undanfarið séu ekki í samræmi við þróun á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í ályktun Viðskiptaráðs sem samþykkt var af framkvæmdastjórn þess þann 21. desember. Í lögum um kjararáð segir að ráðið skuli í úrskurðum sínum taka mið af þróun kjaramála á vinnumarkaði. Í ályktun Viðskiptaráðs segir að nýlegir úrskurðir séu í engu samræmi við þróunina á vinnumarkaði. „Nýlegar ákvarðarnir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana sem og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári eru hins vegar ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðuleika landsins.“ Þar segir einnig að til þess að lífskjarabati haldi áfram sé mikilvægt launahækkanir þróist í samræmi við getu hagkerfisins til þess að standa undir þeim.Langt umfram viðmið SALEK-samkomulagsViðskiptaráð tekur það fram að kjararáð hefði átt að taka mið af SALEK-samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um að samningsbundnar launabreytingar myndu að hámarki nema 32 prósent hækkun á tímabilinu 2013-2018. Með nýjum úrskurðum hafi hins vegar verið gengið fram hjá samkomulaginu þar sem grunnlaun biskups hafa hækkað um 53 prósent frá 2013 og þingfararkaup um 75 prósent. Á sama tíma hafa laun á almennum markaði hækkað um 22 prósent og laun á opinberum markaði um 28 prósent. Í lok ályktunar Viðskiptaráðs segir að Alþingi þurfi að grípa til ráðstafana. „Ef Alþingi ætlar sér að stuðla að auknu trausti til löggjafans og sátt á vinnumarkaði þá er endurskoðun á ákvörðunum kjararáðs óumflýjanleg. Síðustu úrskurðir falla illa að þeim bættu vinnubrögðum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að á síðustu árum. Atvinnurekendur og stéttarfélög eru á einu máli í þessum efnum og ábyrgð nýs Alþingis því mikil. Viðskiptaráð skorar á þingmenn að grípa tafarlaust til ráðstafana og draga til baka úrskurði kjararáðs.“Hér sést launaþróun almenns og opinbers markaðar borin saman við launaþróun biskups, presta og þingmanna.viðskiptaráðHér sést launaþróunin borin saman við viðmið SALEK-samkomulagsins.viðskiptaráð Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands hefur skorað á nýtt Alþingi að endurskoða úrskurði kjararáðs og leggja málið í sáttaferli. Úrskurðir ráðsins um launahækkanir undanfarið séu ekki í samræmi við þróun á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í ályktun Viðskiptaráðs sem samþykkt var af framkvæmdastjórn þess þann 21. desember. Í lögum um kjararáð segir að ráðið skuli í úrskurðum sínum taka mið af þróun kjaramála á vinnumarkaði. Í ályktun Viðskiptaráðs segir að nýlegir úrskurðir séu í engu samræmi við þróunina á vinnumarkaði. „Nýlegar ákvarðarnir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana sem og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári eru hins vegar ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðuleika landsins.“ Þar segir einnig að til þess að lífskjarabati haldi áfram sé mikilvægt launahækkanir þróist í samræmi við getu hagkerfisins til þess að standa undir þeim.Langt umfram viðmið SALEK-samkomulagsViðskiptaráð tekur það fram að kjararáð hefði átt að taka mið af SALEK-samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um að samningsbundnar launabreytingar myndu að hámarki nema 32 prósent hækkun á tímabilinu 2013-2018. Með nýjum úrskurðum hafi hins vegar verið gengið fram hjá samkomulaginu þar sem grunnlaun biskups hafa hækkað um 53 prósent frá 2013 og þingfararkaup um 75 prósent. Á sama tíma hafa laun á almennum markaði hækkað um 22 prósent og laun á opinberum markaði um 28 prósent. Í lok ályktunar Viðskiptaráðs segir að Alþingi þurfi að grípa til ráðstafana. „Ef Alþingi ætlar sér að stuðla að auknu trausti til löggjafans og sátt á vinnumarkaði þá er endurskoðun á ákvörðunum kjararáðs óumflýjanleg. Síðustu úrskurðir falla illa að þeim bættu vinnubrögðum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að á síðustu árum. Atvinnurekendur og stéttarfélög eru á einu máli í þessum efnum og ábyrgð nýs Alþingis því mikil. Viðskiptaráð skorar á þingmenn að grípa tafarlaust til ráðstafana og draga til baka úrskurði kjararáðs.“Hér sést launaþróun almenns og opinbers markaðar borin saman við launaþróun biskups, presta og þingmanna.viðskiptaráðHér sést launaþróunin borin saman við viðmið SALEK-samkomulagsins.viðskiptaráð
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56
VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12
Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45