Brynhildur Bolladóttir hefur tekið við sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hún tekur við starfinu af Birni Teitssyni sem hætti störfum í janúar en hann hafði gegnt því frá árinu 2015.
Brynhildur þekkir vel til hjá Rauða krossinum en þar hefur hún starfað sem verkefnisstjóri. Hún er 28 ára gömul, lögfræðingur að mennt og hefur meðal annars vakið athygli fyrir pistlagerð á Rás 1.
Brynhildur nýr upplýsingafulltrúi Rauða krossins
