Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Haraldur Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Hagar opnuðu verslun Bónuss á Korputorgi í mars 2009. vísir/eyþór Verslunarfyrirtækið Hagar hefur stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eiganda Korputorgs vegna meintra vanefnda á samkomulagi um forkaupsrétt á húsnæði Bónuss í verslunarkjarnanum. Forstjóri Haga segir fyrirtækið ekki ætla að loka versluninni en nýr eigandi Korputorgs hefur áform um að koma mestallri starfsemi heildsölu- og framleiðslufyrirtækisins Íslensk-Ameríska (Ísam) undir eitt þak og leigja út verslunarrými til smásölu. „Málið snýst um forkaupsrétt sem er skýlaus og fyrirvaralaus í leigusamningi sem er ekki virtur. Við gerum enga athugasemd við söluna á Korputorginu en eigum aftur á móti forkaupsrétt á þeim hluta sem snýr að Bónus og viljum fá að nýta hann. Það er okkar ætlun að reka verslunina þarna áfram,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri HagaHagar stefndu félögunum SMI ehf. og Korputorgi ehf. eftir að tilkynnt var um kaup Kristins ehf., móðurfélags Ísam, á verslunarkjarnanum í október í fyrra. Munnlegur málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hófst á þriðjudag. Fasteignafélagið Korputorg ehf. heldur utan um rekstur verslunarkjarnans og keypti Kristinn ehf. það í október. Til stendur að flytja mestalla starfsemi Ísam í húsnæðið á næstu árum og þá fyrirtækin Mylluna, Ora, Frón og Fastus. Kristinn er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og fjölskyldu. „Það er búið að leigja út allt Korputorgið og þar verður blönduð starfsemi og það er gert ráð fyrir að þar verði smásala að hluta til. Ég á eftir að taka formlegar viðræður við Bónus en það er leigusamningur í gildi og við erum að leita að góðum og traustum leigutökum,“ segir Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Korputorgs ehf., og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. SMI er í eigu erlenda sjóðsins The Calabry Trust en upplýsingar um eignarhald hans eru ekki skráðar hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jákup á Dul Jacobsen, fjárfestir og stofnandi Rúmfatalagersins, er samkvæmt henni stjórnarformaður SMI. Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMI og fyrrverandi eigandi verslunarkjarnans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Jákup á Dul Jacobsen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Verslunarfyrirtækið Hagar hefur stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eiganda Korputorgs vegna meintra vanefnda á samkomulagi um forkaupsrétt á húsnæði Bónuss í verslunarkjarnanum. Forstjóri Haga segir fyrirtækið ekki ætla að loka versluninni en nýr eigandi Korputorgs hefur áform um að koma mestallri starfsemi heildsölu- og framleiðslufyrirtækisins Íslensk-Ameríska (Ísam) undir eitt þak og leigja út verslunarrými til smásölu. „Málið snýst um forkaupsrétt sem er skýlaus og fyrirvaralaus í leigusamningi sem er ekki virtur. Við gerum enga athugasemd við söluna á Korputorginu en eigum aftur á móti forkaupsrétt á þeim hluta sem snýr að Bónus og viljum fá að nýta hann. Það er okkar ætlun að reka verslunina þarna áfram,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri HagaHagar stefndu félögunum SMI ehf. og Korputorgi ehf. eftir að tilkynnt var um kaup Kristins ehf., móðurfélags Ísam, á verslunarkjarnanum í október í fyrra. Munnlegur málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hófst á þriðjudag. Fasteignafélagið Korputorg ehf. heldur utan um rekstur verslunarkjarnans og keypti Kristinn ehf. það í október. Til stendur að flytja mestalla starfsemi Ísam í húsnæðið á næstu árum og þá fyrirtækin Mylluna, Ora, Frón og Fastus. Kristinn er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og fjölskyldu. „Það er búið að leigja út allt Korputorgið og þar verður blönduð starfsemi og það er gert ráð fyrir að þar verði smásala að hluta til. Ég á eftir að taka formlegar viðræður við Bónus en það er leigusamningur í gildi og við erum að leita að góðum og traustum leigutökum,“ segir Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Korputorgs ehf., og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. SMI er í eigu erlenda sjóðsins The Calabry Trust en upplýsingar um eignarhald hans eru ekki skráðar hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jákup á Dul Jacobsen, fjárfestir og stofnandi Rúmfatalagersins, er samkvæmt henni stjórnarformaður SMI. Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMI og fyrrverandi eigandi verslunarkjarnans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Jákup á Dul Jacobsen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun