Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Haraldur Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Hagar opnuðu verslun Bónuss á Korputorgi í mars 2009. vísir/eyþór Verslunarfyrirtækið Hagar hefur stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eiganda Korputorgs vegna meintra vanefnda á samkomulagi um forkaupsrétt á húsnæði Bónuss í verslunarkjarnanum. Forstjóri Haga segir fyrirtækið ekki ætla að loka versluninni en nýr eigandi Korputorgs hefur áform um að koma mestallri starfsemi heildsölu- og framleiðslufyrirtækisins Íslensk-Ameríska (Ísam) undir eitt þak og leigja út verslunarrými til smásölu. „Málið snýst um forkaupsrétt sem er skýlaus og fyrirvaralaus í leigusamningi sem er ekki virtur. Við gerum enga athugasemd við söluna á Korputorginu en eigum aftur á móti forkaupsrétt á þeim hluta sem snýr að Bónus og viljum fá að nýta hann. Það er okkar ætlun að reka verslunina þarna áfram,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri HagaHagar stefndu félögunum SMI ehf. og Korputorgi ehf. eftir að tilkynnt var um kaup Kristins ehf., móðurfélags Ísam, á verslunarkjarnanum í október í fyrra. Munnlegur málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hófst á þriðjudag. Fasteignafélagið Korputorg ehf. heldur utan um rekstur verslunarkjarnans og keypti Kristinn ehf. það í október. Til stendur að flytja mestalla starfsemi Ísam í húsnæðið á næstu árum og þá fyrirtækin Mylluna, Ora, Frón og Fastus. Kristinn er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og fjölskyldu. „Það er búið að leigja út allt Korputorgið og þar verður blönduð starfsemi og það er gert ráð fyrir að þar verði smásala að hluta til. Ég á eftir að taka formlegar viðræður við Bónus en það er leigusamningur í gildi og við erum að leita að góðum og traustum leigutökum,“ segir Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Korputorgs ehf., og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. SMI er í eigu erlenda sjóðsins The Calabry Trust en upplýsingar um eignarhald hans eru ekki skráðar hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jákup á Dul Jacobsen, fjárfestir og stofnandi Rúmfatalagersins, er samkvæmt henni stjórnarformaður SMI. Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMI og fyrrverandi eigandi verslunarkjarnans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Jákup á Dul Jacobsen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Verslunarfyrirtækið Hagar hefur stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eiganda Korputorgs vegna meintra vanefnda á samkomulagi um forkaupsrétt á húsnæði Bónuss í verslunarkjarnanum. Forstjóri Haga segir fyrirtækið ekki ætla að loka versluninni en nýr eigandi Korputorgs hefur áform um að koma mestallri starfsemi heildsölu- og framleiðslufyrirtækisins Íslensk-Ameríska (Ísam) undir eitt þak og leigja út verslunarrými til smásölu. „Málið snýst um forkaupsrétt sem er skýlaus og fyrirvaralaus í leigusamningi sem er ekki virtur. Við gerum enga athugasemd við söluna á Korputorginu en eigum aftur á móti forkaupsrétt á þeim hluta sem snýr að Bónus og viljum fá að nýta hann. Það er okkar ætlun að reka verslunina þarna áfram,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri HagaHagar stefndu félögunum SMI ehf. og Korputorgi ehf. eftir að tilkynnt var um kaup Kristins ehf., móðurfélags Ísam, á verslunarkjarnanum í október í fyrra. Munnlegur málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hófst á þriðjudag. Fasteignafélagið Korputorg ehf. heldur utan um rekstur verslunarkjarnans og keypti Kristinn ehf. það í október. Til stendur að flytja mestalla starfsemi Ísam í húsnæðið á næstu árum og þá fyrirtækin Mylluna, Ora, Frón og Fastus. Kristinn er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og fjölskyldu. „Það er búið að leigja út allt Korputorgið og þar verður blönduð starfsemi og það er gert ráð fyrir að þar verði smásala að hluta til. Ég á eftir að taka formlegar viðræður við Bónus en það er leigusamningur í gildi og við erum að leita að góðum og traustum leigutökum,“ segir Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Korputorgs ehf., og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. SMI er í eigu erlenda sjóðsins The Calabry Trust en upplýsingar um eignarhald hans eru ekki skráðar hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jákup á Dul Jacobsen, fjárfestir og stofnandi Rúmfatalagersins, er samkvæmt henni stjórnarformaður SMI. Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMI og fyrrverandi eigandi verslunarkjarnans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Jákup á Dul Jacobsen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira