Snjallsímaeigendur eyða nú meiri tíma í að nota snjallsímaforrit, eða öpp, en áður og nota að meðaltali rúm þrjátíu öpp á hverjum mánuði. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn greiningarfyrirtækisins App Annie.
Af þessum rúmlega þrjátíu öppum hala notendur niður um helmingi þeirra. Restin fylgir með símanum og hefur verið halað niður áður en notandinn opnar símann í fyrsta sinn.
Þá kemur einnig fram að meðalnotandinn noti níu öpp á hverjum degi. iPhone-eigendur noti fleiri öpp en Android-eigendur. Þeir spili hins vegar fleiri leiki.
Í rannsókn Forrester Research frá árinu 2015 kom fram að snjallsímaeigendur noti að meðaltali fimm öpp sem þeir hafa sjálfir halað niður. Því virðist notkun appa annarra en innbyggðra einnig hafa aukist.
Eyðum meiri tíma í öppum
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Stefán endurkjörinn formaður
Viðskipti innlent


Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent