Kaupþing búið að slíta viðræðunum: Samræður við lífeyrissjóði búnar í bili Sæunn Gísladóttir skrifar 21. mars 2017 13:34 Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. vísir/eyþór Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili. Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Ljóst er að íslensku lífeyrissjóðirnir muni ekki kaupa hlut í Arion banka sem stendur en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum. Þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hann segir að hópnum hafi verið tilkynnt um þetta í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var hluturinn sem vogunarsjóðirnir keyptu stærri en áður hafði verið rætt um. Þórarinn sagði að þau kaup sem þar raungerðust höfðu orðið umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og voru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. „Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ sagði Þórarinn. Hann segist ekki vita hver áform eru um eftirstandandi hlutinn. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig eða hverjum þeir ætli að selja í þessum banka,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist ekki vita hvort lífeyrissjóðirnir hyggist kaupa hlut í Arion banka í gegnum útboð ef af því verður. „Lífeyrissjóðirnir hafa varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup. Stjórnir þeirra hafa kynnt sér út í hörku þau samningsdrög sem lögðu fyrir. Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir muni eitthvað horfa til þess hvað sá samningur hafi hljóðað sem var boðinn og hvað verði boðið til sölu þegar þetta verður gert og bera það svolítið saman." Hann segir samræður búnar í bili.
Tengdar fréttir Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur "Algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. 20. mars 2017 22:39
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu. 20. mars 2017 17:30