Mikið framboð af dýrum lúxusíbúðum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. nóvember 2017 20:00 Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur. Fasteignasali segir að enn gangi þó vel að selja á nýjum byggingarreitum. Talsvert hefur nú verið auglýst til sölu í nýbyggingum sem rísa á ýmsum reitum höfuðborgarsvæðisins eftir mikla eftirspurn síðustu missera. Þrátt fyrir aukningu á markaði virðist lítið jafnvægi þó vera í verðlagningu, en við Álalind í nýrri Glaðheimabyggð eru ódýrustu eignirnar um 76 fermetrar og kosta tæpa 41 milljón. Ástandið skánar ekki þegar farið er innar á höfuðborgarsvæðið, en í nýjum byggingum við Jaðarleiti á RÚV reitnum svokallaða má ódýrast kaupa 68 fermetra íbúð á tæplega 43 og hálfa milljón. Þegar komið er í miðborgina má m.a. líta til nýrra íbúða á horni Frakkastígs og Hverfisgötu, en þar kosta 70-80 fermetra eignir frá 53 og hálfri og allt upp að 57 milljónum króna. En er virkilega kaupendahópur fyrir öllum þessu lúxusíbúðum í dýrari kantinum? „Klárlega er það það. Margir af þessum sem eru að flytja í þessar dýrari íbúðir eru að selja einbýlishús. Einbýlishúsin hafa hækkað mikið síðastliðna tólf til fimmtán mánuði. Það er náttúrulega ein skýringin á því að dýrari íbúðir eru að seljast vel,“ segir Hannes Steindórsson, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala.Tæplega verður talið að þær nýbyggingar sem nú rísa séu raunhæfur möguleiki fyrir fyrstu kaupendur. Slíkum kaupendum býðst allt að 90 prósent lán, en ætli þeir að kaupa ódýrustu eignina við Álalind þarf þó útborgun upp á 4,1 milljón króna, en tæplega 37 milljónir eru þá teknar að láni. Mun hærri fjárhæð þarf svo til að kaupa eignirnar nær miðborginni og auðvitað umtalsvert hærri ef ekki er um fyrstu kaupendur að ræða, enda lægra lánshlutfall í boði. Sjá má að talsvert mikið er greitt fyrir hvern fermetra, en fermetraverð ódýrustu eignanna sem skoðaðar voru er allt frá 530 þúsund krónum og upp í tæplega 800 þúsund. Þrátt fyrir að aðeins sé litið til þriggja byggingarreita í dæmaskyni má sjá svipaða verðlagningu í öðrum nýbyggingum á höfuðborgarvæðinu. Hannes telur hins vegar ólíklegt að nýbyggingar muni standa tómar og óseldar á komandi misserum „Eins og í Lindarhverfinu, þar eru verkefni þar sem eru kannski sex til tíu íbúðir eftir og ekki afhent fyrr en í apríl. Ég get ekki ímyndað mér að verktakinn ætlist til betri árangurs en það. Áhyggjurnar koma ekki fyrr en eignirnar eru fullbúnar og seljast ekki, þá þurfum við að hafa áhyggjur en við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Hannes. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur. Fasteignasali segir að enn gangi þó vel að selja á nýjum byggingarreitum. Talsvert hefur nú verið auglýst til sölu í nýbyggingum sem rísa á ýmsum reitum höfuðborgarsvæðisins eftir mikla eftirspurn síðustu missera. Þrátt fyrir aukningu á markaði virðist lítið jafnvægi þó vera í verðlagningu, en við Álalind í nýrri Glaðheimabyggð eru ódýrustu eignirnar um 76 fermetrar og kosta tæpa 41 milljón. Ástandið skánar ekki þegar farið er innar á höfuðborgarsvæðið, en í nýjum byggingum við Jaðarleiti á RÚV reitnum svokallaða má ódýrast kaupa 68 fermetra íbúð á tæplega 43 og hálfa milljón. Þegar komið er í miðborgina má m.a. líta til nýrra íbúða á horni Frakkastígs og Hverfisgötu, en þar kosta 70-80 fermetra eignir frá 53 og hálfri og allt upp að 57 milljónum króna. En er virkilega kaupendahópur fyrir öllum þessu lúxusíbúðum í dýrari kantinum? „Klárlega er það það. Margir af þessum sem eru að flytja í þessar dýrari íbúðir eru að selja einbýlishús. Einbýlishúsin hafa hækkað mikið síðastliðna tólf til fimmtán mánuði. Það er náttúrulega ein skýringin á því að dýrari íbúðir eru að seljast vel,“ segir Hannes Steindórsson, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala.Tæplega verður talið að þær nýbyggingar sem nú rísa séu raunhæfur möguleiki fyrir fyrstu kaupendur. Slíkum kaupendum býðst allt að 90 prósent lán, en ætli þeir að kaupa ódýrustu eignina við Álalind þarf þó útborgun upp á 4,1 milljón króna, en tæplega 37 milljónir eru þá teknar að láni. Mun hærri fjárhæð þarf svo til að kaupa eignirnar nær miðborginni og auðvitað umtalsvert hærri ef ekki er um fyrstu kaupendur að ræða, enda lægra lánshlutfall í boði. Sjá má að talsvert mikið er greitt fyrir hvern fermetra, en fermetraverð ódýrustu eignanna sem skoðaðar voru er allt frá 530 þúsund krónum og upp í tæplega 800 þúsund. Þrátt fyrir að aðeins sé litið til þriggja byggingarreita í dæmaskyni má sjá svipaða verðlagningu í öðrum nýbyggingum á höfuðborgarvæðinu. Hannes telur hins vegar ólíklegt að nýbyggingar muni standa tómar og óseldar á komandi misserum „Eins og í Lindarhverfinu, þar eru verkefni þar sem eru kannski sex til tíu íbúðir eftir og ekki afhent fyrr en í apríl. Ég get ekki ímyndað mér að verktakinn ætlist til betri árangurs en það. Áhyggjurnar koma ekki fyrr en eignirnar eru fullbúnar og seljast ekki, þá þurfum við að hafa áhyggjur en við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Hannes.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira