Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2017 09:00 Fram kom í Fjármálastöðugleika að í febrúar hafði fasteignaverð hækkað um rúmlega 18 prósent á einu ári. vísir/anton brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent