Jökulsárlón á Breiðamerkursandi – Jökulsárlón eftir stíflun Jökulsár Páll Imsland skrifar 8. september 2017 07:00 Við framkvæmdir eins og lýst er í annarri grein minni af þremur um Jökulsárlón myndi eðli Jökulsárlóns breytast. Það yrði ekki lengur sjávarlón með ísöltu vatni og breytilegu hitastigi, heldur stöðuvatn sem fengi vatn sitt við bráðnun Breiðamerkurjökuls og innrennsli úr nágrenninu. Slíkar aðgerðir myndu þegar frá líður hægja verulega á bráðnun Breiðamerkurjökuls. Bráðnun hans er hraðari en annarra jökla vegna þess mikla varma sem berst inn í lónið með sjónum á innfallinu. Sjórinn sem inn streymir er hlýr og allur varminn fer í að bræða ísinn, jökulinn og fljótandi jaka. Vatnið sem rennur út úr lóninu á útfalli er orðið kalt, komið niður undir bræðslumark íss, þ.e.a.s. niður undir 0°C. Stíflun Jökulsár leiðir þannig til hægari bráðnunar Breiðamerkurjökuls. Við það mun skriðhraði hans fram í lónið minnka. Jakar myndu eftir það brotna framan af jöklinum í minna mæli en nú gerist og Breiðamerkurjökull myndi í raun rýrna til muna hægar en hann gerir nú. Lagnaðarísar á lóninu yrðu mun algengari á vetrum en nú er, bæði þykkari og auk þess myndu þeir endast mun lengur. Upp úr ísnum sköguðu íströllin, innifrosnir jakar og ísbjörg. Við þetta myndi skapast önnur gerð af ævintýraheimi en sú sumarmynd sem einkennist af fljótandi borgarís.Breytt lífríki Lífríkið myndi breytast verulega. Sjávarlífheimurinn sem setur nú sterkan svip á lónið, einkum frammi við ána, með selum og síli, átu, sjófugli og sjávarfiskum mun hverfa að verulegu leyti. Námundin við hafið mun þó ráða því að ekki hverfi þetta allt. Í stað þess mun koma lífríki sem ber sterkari einkenni stöðuvatna, líklega nokkru tegundafátækari en núverandi lífheimur er. Hitastig vatnsins í stöðuvatninu yrði að jafnaði lægra en það er í sjávarlóninu og selta vatnsins mun lægri. Vatnið yrði annars konar vistkerfi. Ferðamannaparadísin Jökulsárlón yrði ekki hin sama eftir stíflun. Aðdráttarafl staðarins hyrfi samt áreiðanlega ekki, en líklega yrðu svokallaðir ferðaþjónustuaðilar að endurskipuleggja starfsemina og leggja nýjar áherslur að minnsta kosti yfir vetrartímann. Líklega kæmu mun fleiri og meiri vetrarmöguleikar ferðamennskunnar til álita en nú er. Í þessum þrem greinum mínum hef ég fjallað stuttlega um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá ýmsum hliðum. Niðurstöður þessara greinaskrifa eru einkum þrjár: Það var líklega bæði óþarft og gagnslaust að friða Jökulsárlón og nágrenni og það hjálpar hvorki mannlífi nútímans né framtíðarinnar. Það mun ekki tryggja núverandi ástand náttúrunnar á svæðinu til frambúðar og aðgang komandi kynslóða að þeirri náttúru, sem er verið að friða. Jökulsárlón sem svokölluð ferðamannaparadís mun breytast við nauðsynlegar strandvarnir á svæðinu. Kannski munu þar skapast möguleikar til vetrarparadísar í ferðamennsku, möguleikar sem ekki eru nú til staðar. Við strandvarnir munu á hinn bóginn samgöngur um Breiðamerkursand verða varanlegar og línulagnir tryggar til langrar framtíðar. Allt stefnir nú í að þetta muni hverfa innan skamms ef ekkert er að gert til að tryggja framtíð þess. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við framkvæmdir eins og lýst er í annarri grein minni af þremur um Jökulsárlón myndi eðli Jökulsárlóns breytast. Það yrði ekki lengur sjávarlón með ísöltu vatni og breytilegu hitastigi, heldur stöðuvatn sem fengi vatn sitt við bráðnun Breiðamerkurjökuls og innrennsli úr nágrenninu. Slíkar aðgerðir myndu þegar frá líður hægja verulega á bráðnun Breiðamerkurjökuls. Bráðnun hans er hraðari en annarra jökla vegna þess mikla varma sem berst inn í lónið með sjónum á innfallinu. Sjórinn sem inn streymir er hlýr og allur varminn fer í að bræða ísinn, jökulinn og fljótandi jaka. Vatnið sem rennur út úr lóninu á útfalli er orðið kalt, komið niður undir bræðslumark íss, þ.e.a.s. niður undir 0°C. Stíflun Jökulsár leiðir þannig til hægari bráðnunar Breiðamerkurjökuls. Við það mun skriðhraði hans fram í lónið minnka. Jakar myndu eftir það brotna framan af jöklinum í minna mæli en nú gerist og Breiðamerkurjökull myndi í raun rýrna til muna hægar en hann gerir nú. Lagnaðarísar á lóninu yrðu mun algengari á vetrum en nú er, bæði þykkari og auk þess myndu þeir endast mun lengur. Upp úr ísnum sköguðu íströllin, innifrosnir jakar og ísbjörg. Við þetta myndi skapast önnur gerð af ævintýraheimi en sú sumarmynd sem einkennist af fljótandi borgarís.Breytt lífríki Lífríkið myndi breytast verulega. Sjávarlífheimurinn sem setur nú sterkan svip á lónið, einkum frammi við ána, með selum og síli, átu, sjófugli og sjávarfiskum mun hverfa að verulegu leyti. Námundin við hafið mun þó ráða því að ekki hverfi þetta allt. Í stað þess mun koma lífríki sem ber sterkari einkenni stöðuvatna, líklega nokkru tegundafátækari en núverandi lífheimur er. Hitastig vatnsins í stöðuvatninu yrði að jafnaði lægra en það er í sjávarlóninu og selta vatnsins mun lægri. Vatnið yrði annars konar vistkerfi. Ferðamannaparadísin Jökulsárlón yrði ekki hin sama eftir stíflun. Aðdráttarafl staðarins hyrfi samt áreiðanlega ekki, en líklega yrðu svokallaðir ferðaþjónustuaðilar að endurskipuleggja starfsemina og leggja nýjar áherslur að minnsta kosti yfir vetrartímann. Líklega kæmu mun fleiri og meiri vetrarmöguleikar ferðamennskunnar til álita en nú er. Í þessum þrem greinum mínum hef ég fjallað stuttlega um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá ýmsum hliðum. Niðurstöður þessara greinaskrifa eru einkum þrjár: Það var líklega bæði óþarft og gagnslaust að friða Jökulsárlón og nágrenni og það hjálpar hvorki mannlífi nútímans né framtíðarinnar. Það mun ekki tryggja núverandi ástand náttúrunnar á svæðinu til frambúðar og aðgang komandi kynslóða að þeirri náttúru, sem er verið að friða. Jökulsárlón sem svokölluð ferðamannaparadís mun breytast við nauðsynlegar strandvarnir á svæðinu. Kannski munu þar skapast möguleikar til vetrarparadísar í ferðamennsku, möguleikar sem ekki eru nú til staðar. Við strandvarnir munu á hinn bóginn samgöngur um Breiðamerkursand verða varanlegar og línulagnir tryggar til langrar framtíðar. Allt stefnir nú í að þetta muni hverfa innan skamms ef ekkert er að gert til að tryggja framtíð þess. Höfundur er jarðfræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar