Alexandra Lacrabére, leikmaður nýkrýndra heimsmeistara Frakka í handbolta kvenna, sagði að norska liðið hafi sýnt hroka fyrir úrslitaleikinn á HM í gær. Lacrabére segist einnig hafa glaðst þegar hún sá Noru Mørk, helsta markaskorara Noregs, gráta eftir leikinn.
Norska liðið, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, var talið mun sigurstranglegra fyrir úrslitaleikinn í gær. Frakkar sýndu hins vegar mikinn styrk og lönduðu tveggja marka sigri, 23-21.
Lacrabére segir að viðhorf norsku leikmannanna hafi hvatt frönsku stelpurnar til dáða.
„Þær sýndu ekki virðingu. Þær brostu fyrir leikinn. En við efuðumst aldrei um eigin getu,“ sagði Lacrabére í L'Équipe.
Mørk, sem var markadrottning HM, var eyðilögð eftir úrslitaleikinn og felldi tár. Það gladdi Lacrabére.
„Það var gott að sjá Noru Mørk gráta eftir leikinn,“ sagði Lacrabére sem skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum.
Mørk vildi ekkert tjá sig um ummæli Lacrabére þegar VG falaðist eftir því.
Leikmaður Frakklands: Gott að sjá Noru Mørk gráta

Tengdar fréttir

Norska liðinu undir stjórn Þóris mistókst að verja gullið
Norska landsliðið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar þurfti að sætta sig við silfur í úrslitaleik HM í handbolta sem lauk nú rétt í þessu en leiknum lauk með 23-21 sigri franska liðsins sem spilaði frábæra vörn í leiknum.

María stendur við bakið á pabba sínum: Fyrir mér ertu alltaf konungurinn
María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs og leikmaður Chelsea í knattspyrnu, sendi pabba sínum kveðju eftir að norska kvennalandsliðið þurfti að sætta sig við silfur á HM í handbolta.

Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM
Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær.

Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir
Norska landsliðskonan í handbolta, Nora Mørk, krefst rúmlega 28 milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni.