NBA: Stephen Curry með sinn besta leik á tímabilinu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira