Fjármálamarkaðurinn fyrir og eftir ný lög um greiðsluþjónustu Friðrik Þór Snorrason skrifar 6. september 2017 07:00 Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun