Þóra Helgadóttir Frost hefur gengið til liðs við GAMMA Capital Management í London og mun starfa sem efnahagsráðgjafi hjá félaginu. Þóra situr í fjármálaráði og er þar skipuð af Alþingi og starfaði áður sem hagfræðingur hjá breska Fjármálaráðinu (Office for Budget Responsibility). Þóra lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MS-prófi í hagfræði frá University College London árið 2005.
Þóra bætist við hóp starfsmanna GAMMA í London. Höfuðstöðvar GAMMA er í Reykjavík en félagið rekur einnig skrifstofu í London og New York. Þá er áformað að opna skrifstofu í Zürich í Sviss síðar á þessu ári.
„Það er ánægjulegt að fá Þóru, með alla sína þekkingu og reynslu, til starfa fyrir GAMMA í London. Starfsemi GAMMA hefur vaxið jafnt og þétt í borginni frá því að við opnuðum skrifstofu árið 2015. GAMMA sinnir víðtækum ráðgjafastörfum fyrir bæði innlenda og erlenda fjárfesta og hefur á síðustu árum gefið út ítarlegar rannsóknarskýrslur um efnahagsmál og önnur samfélagsmál, bæði á íslensku og ensku. Reynsla Þóru mun nýtast vel í störfum GAMMA á næstu misserum, viðskiptavinum GAMMA til hagsbóta,“ segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA og forstjóri GAMMA í London.
Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Þóra Helgadóttir efnahagsráðgjafi GAMMA í London
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent


Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent