Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Haraldur Guðmundsson skrifar 1. mars 2017 11:00 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00