Skotsilfur Markaðarins: Skákaði Herdísi og Ragnheiður Elín vildi í stjórn ISAVIA Ritstjórn Markaðarins skrifar 31. mars 2017 15:00 Margir biðu spenntir eftir skýrslunni sem varpaði ljósi á þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbanka Íslands 2003 sem Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti í vikunni. Finnur Þór Vilhjálmsson, starfsmaður hjá embætti héraðssaksóknara, hefur aðstoðað Kjartan í rannsóknarnefndinni en hann er fyrrverandi lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Rannsókninni sem skýrslan er byggð á var einmitt hrint af stað eftir að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fékk ný gögn í hendurnar um söluna.Tíð stjórnarskipti Það kom ýmsum á óvart að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur tókst að skáka Herdísi Fjeldsted og verða kjörin stjórnarformaður VÍS eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði. Þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins og þá er Svanhildur fjórði stjórnarformaður VÍS á aðeins tveimur árum. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson, sem hafði verið stjórnarformaður um skeið, hætti í stjórn félagsins í mars 2015 og við formennsku tók Guðrún Þorgeirsdóttir. Hún stoppaði ekki lengi og var Herdís kjörin stjórnarformaður VÍS í nóvember sama ár.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra.Náði ekki inn í stjórn Það áttu margir von á því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, myndi komast inn í stjórn Isavia á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Heyrst hafði að Ragnhildur sæktist eftir sæti en allt kom fyrir ekki. Hún er reynslubolti á sviði ferðaþjónustu enda fór hún með þann málaflokk í síðustu ríkisstjórn. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjórnarmaður í Sandgerði, Helga Sigrún Harðardóttir, kosningastjóri Bjartrar framtíðar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, eru nýir stjórnarmenn ríkisfyrirtækisins.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Salan á Búnaðarbankanum Skotsilfur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Margir biðu spenntir eftir skýrslunni sem varpaði ljósi á þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbanka Íslands 2003 sem Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti í vikunni. Finnur Þór Vilhjálmsson, starfsmaður hjá embætti héraðssaksóknara, hefur aðstoðað Kjartan í rannsóknarnefndinni en hann er fyrrverandi lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Rannsókninni sem skýrslan er byggð á var einmitt hrint af stað eftir að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fékk ný gögn í hendurnar um söluna.Tíð stjórnarskipti Það kom ýmsum á óvart að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur tókst að skáka Herdísi Fjeldsted og verða kjörin stjórnarformaður VÍS eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði. Þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins og þá er Svanhildur fjórði stjórnarformaður VÍS á aðeins tveimur árum. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson, sem hafði verið stjórnarformaður um skeið, hætti í stjórn félagsins í mars 2015 og við formennsku tók Guðrún Þorgeirsdóttir. Hún stoppaði ekki lengi og var Herdís kjörin stjórnarformaður VÍS í nóvember sama ár.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra.Náði ekki inn í stjórn Það áttu margir von á því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, myndi komast inn í stjórn Isavia á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Heyrst hafði að Ragnhildur sæktist eftir sæti en allt kom fyrir ekki. Hún er reynslubolti á sviði ferðaþjónustu enda fór hún með þann málaflokk í síðustu ríkisstjórn. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjórnarmaður í Sandgerði, Helga Sigrún Harðardóttir, kosningastjóri Bjartrar framtíðar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, eru nýir stjórnarmenn ríkisfyrirtækisins.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Salan á Búnaðarbankanum Skotsilfur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira