Hagfræðiprófessor: Óþarfi að hafa miklar áhyggjur af ferðaþjónustufyrirtækjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Breytingar á virðisaukaskatti munu ekki skapa samdrátt í ferðaþjónustu að mati hagfræðinga. vísir/vilhelm Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00