Hagfræðiprófessor: Óþarfi að hafa miklar áhyggjur af ferðaþjónustufyrirtækjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Breytingar á virðisaukaskatti munu ekki skapa samdrátt í ferðaþjónustu að mati hagfræðinga. vísir/vilhelm Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00