Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 11:13 WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen. WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen.
WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01