Skóli án aðgreiningar, hlutverk sérkennara Kristín Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis menntamála og ýmis sérúrræði s.s. sérdeildir og sérskólar af ýmsu tagi hafa verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru nú með mun breiðari hóp nemenda en áður gerðist. Til þess að hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar gangi upp þurfa yfirvöld að veita skólunum þær bjargir að þeim sé gert kleift að sinna þessu verkefni með sóma. Þar hefur orðið talverður misbrestur á. Börn með veruleg þroskafrávik og/eða flókna fötlun eru breytilegur hópur með ólíkar þarfir. Sum þeirra eru vel í stakk búin að taka þátt í kraftmiklu skólastarfi og námi í almennum bekk. Önnur þurfa öðruvísi umhverfi, sterkari umgjörð, markvissari sérkennslu eða fámennari hóp. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.Ekki nægjanlegt fjármagn Skólar og bekkir eru misjafnlega í stakk búnir til að taka á móti nemanda með verulegar sérþarfir. Hinni nýju skólastefnu hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn til að fækka nemendum í þeim bekkjum sem börn með verulegar sérþarfir eru í eða veita aukið svigrúm til samráðs og undirbúnings. Venjulegur umsjónarkennari sinnir þörfum nýbúa og foreldra þeirra, nemendum með athyglisbrest og ofvirkni, nemendum með félagslega erfiðleika, nemendum með hegðunarvanda, nemendum með fötlun, langveikum nemendum og þannig mætti lengi telja. Útgáfa námsefnis er einkum miðuð við almenna nemendur. Hverjum árgangi er ætlað að fara yfir tiltekið efni og lítið er til af hliðarefni fyrir þá sem standa höllum fæti í námi. Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu nemenda með skertan þroska og einhverfu eru ólík því sem gerist í almennri kennslu. Almennir kennarar hafa hvorki fengið kennslu né þjálfun á þessu sviði. Sérkennarar eru kennarar sem hafa bætt við sig viðbótarnámi og kunna að greina námslega stöðu nemenda, setja markmið með kennslunni og útbúa námsgögn og velja kennsluaðferðir sem mæta þörfum nemenda. Þeir geta veitt ráðgjöf og aðstoð til annarra starfsmanna skólans og eru lykilaðilar í því að skólaganga nemenda með sérþarfir mæti þeirra þörfum og sé eins fagleg og kostur er á. Starf þeirra er mjög margþætt og víðtækt. Þeir hafa yfirsýn yfir framvindu nemenda á því skólastigi sem þeir starfa á, einkum í lestri og stærðfræði og reyna að finna sem fyrst þá nemendur sem standa höllum fæti svo unnt sé að koma að snemmtækri íhlutun og forða margra ára vanda. Ásamt umsjónarkennurum leggja þeir fyrir regluleg skimunarpróf og annast nánari greiningu á vanda þeirra nemenda sem víkja verulega frá námsmarkmiðum árgangsins. Sérkennarar eru foreldrum, nemendum, kennurum og skólastjórnendum til ráðgjafar. Þeir útbúa einstaklingsmiðuð námsgögn, aðstoða við námsmat og leggja til notkun hjálpartækja þegar við á. Einnig annast þeir kennslu nemenda, oftast í litlum hópum en stundum einstaklingskennslu ef þörf er á. Ætíð skal stefnt að því að slík kennsla sé markviss, byggð á getu nemandans og til þess fallin að auka árangur nemandans í því viðfangsefni sem unnið er með. Sérkennarar hafa jafnframt sérþekkingu varðandi tilfinningalegan vanda og hegðunarvanda nemenda, athyglisbrest og ofvirkni. Þeir ásamt námsráðgjöfum annast ráðgjöf og lausnaleit í málefnum þessara nemenda í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra. Sveitarfélögin úthluta hverjum skóla fjármagni vegna sérkennslu. Skólastjóri ákveður síðan hvernig því er ráðstafað. Í flestum tilvikum stendur valið um fjórar leiðir. 1. Ráða sérkennara með framhaldsmenntun. 2. Ráða almennan kennara til að annast sérkennslu eða koma sem viðbótarstarfsmaður inn í bekkjarkennslu. 3. Ráða þroskaþjálfa. 4. Ráða stuðningsfulltrúa sem er ófaglærður starfskraftur. Það gefur að skilja að ekki er verið að kaupa sömu vinnu af þessum ólíku stéttum Ef við vísum til heilbrigðiskerfisins er oftast á hreinu í huga fólks að skurðlæknir er fær um að annast önnur verkefni en sjúkraliði. Sjaldan myndi störfum þeirra vera blandað saman í hagtölum undir heitinu kostnaður vegna læknisstarfa.Lítt nothæfar upplýsingar Hagstofa Íslands sér um öflun gagna og gefur frá sér upplýsingar vegna fjölda nemenda sem fá sérkennslu. Þar eru lögð að jöfnu störf sérkennara og stuðningsfulltrúa. Einnig er hver nemandi talinn með hvort sem hann fær skammvinna þjálfunarlotu í ákveðnu viðfangsefni eða einstaklingsbundna sérkennslu árið um kring. Þessar tölur gefa því lítt nothæfar upplýsingar og eru alls ekki til þess fallnar að byggja ákvarðanatöku á þeim. Við sérkennarar fögnum allri umræðu um sérkennslu og erum himinlifandi ef yfirvöld vilja meta árangur starfa okkar. En það er til lítils að veifa hagtölum sem byggja á svo veikum grunni sem þeim sem Hagstofa Íslands leyfir sér að bera fram fyrir yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis menntamála og ýmis sérúrræði s.s. sérdeildir og sérskólar af ýmsu tagi hafa verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru nú með mun breiðari hóp nemenda en áður gerðist. Til þess að hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar gangi upp þurfa yfirvöld að veita skólunum þær bjargir að þeim sé gert kleift að sinna þessu verkefni með sóma. Þar hefur orðið talverður misbrestur á. Börn með veruleg þroskafrávik og/eða flókna fötlun eru breytilegur hópur með ólíkar þarfir. Sum þeirra eru vel í stakk búin að taka þátt í kraftmiklu skólastarfi og námi í almennum bekk. Önnur þurfa öðruvísi umhverfi, sterkari umgjörð, markvissari sérkennslu eða fámennari hóp. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.Ekki nægjanlegt fjármagn Skólar og bekkir eru misjafnlega í stakk búnir til að taka á móti nemanda með verulegar sérþarfir. Hinni nýju skólastefnu hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn til að fækka nemendum í þeim bekkjum sem börn með verulegar sérþarfir eru í eða veita aukið svigrúm til samráðs og undirbúnings. Venjulegur umsjónarkennari sinnir þörfum nýbúa og foreldra þeirra, nemendum með athyglisbrest og ofvirkni, nemendum með félagslega erfiðleika, nemendum með hegðunarvanda, nemendum með fötlun, langveikum nemendum og þannig mætti lengi telja. Útgáfa námsefnis er einkum miðuð við almenna nemendur. Hverjum árgangi er ætlað að fara yfir tiltekið efni og lítið er til af hliðarefni fyrir þá sem standa höllum fæti í námi. Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu nemenda með skertan þroska og einhverfu eru ólík því sem gerist í almennri kennslu. Almennir kennarar hafa hvorki fengið kennslu né þjálfun á þessu sviði. Sérkennarar eru kennarar sem hafa bætt við sig viðbótarnámi og kunna að greina námslega stöðu nemenda, setja markmið með kennslunni og útbúa námsgögn og velja kennsluaðferðir sem mæta þörfum nemenda. Þeir geta veitt ráðgjöf og aðstoð til annarra starfsmanna skólans og eru lykilaðilar í því að skólaganga nemenda með sérþarfir mæti þeirra þörfum og sé eins fagleg og kostur er á. Starf þeirra er mjög margþætt og víðtækt. Þeir hafa yfirsýn yfir framvindu nemenda á því skólastigi sem þeir starfa á, einkum í lestri og stærðfræði og reyna að finna sem fyrst þá nemendur sem standa höllum fæti svo unnt sé að koma að snemmtækri íhlutun og forða margra ára vanda. Ásamt umsjónarkennurum leggja þeir fyrir regluleg skimunarpróf og annast nánari greiningu á vanda þeirra nemenda sem víkja verulega frá námsmarkmiðum árgangsins. Sérkennarar eru foreldrum, nemendum, kennurum og skólastjórnendum til ráðgjafar. Þeir útbúa einstaklingsmiðuð námsgögn, aðstoða við námsmat og leggja til notkun hjálpartækja þegar við á. Einnig annast þeir kennslu nemenda, oftast í litlum hópum en stundum einstaklingskennslu ef þörf er á. Ætíð skal stefnt að því að slík kennsla sé markviss, byggð á getu nemandans og til þess fallin að auka árangur nemandans í því viðfangsefni sem unnið er með. Sérkennarar hafa jafnframt sérþekkingu varðandi tilfinningalegan vanda og hegðunarvanda nemenda, athyglisbrest og ofvirkni. Þeir ásamt námsráðgjöfum annast ráðgjöf og lausnaleit í málefnum þessara nemenda í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra. Sveitarfélögin úthluta hverjum skóla fjármagni vegna sérkennslu. Skólastjóri ákveður síðan hvernig því er ráðstafað. Í flestum tilvikum stendur valið um fjórar leiðir. 1. Ráða sérkennara með framhaldsmenntun. 2. Ráða almennan kennara til að annast sérkennslu eða koma sem viðbótarstarfsmaður inn í bekkjarkennslu. 3. Ráða þroskaþjálfa. 4. Ráða stuðningsfulltrúa sem er ófaglærður starfskraftur. Það gefur að skilja að ekki er verið að kaupa sömu vinnu af þessum ólíku stéttum Ef við vísum til heilbrigðiskerfisins er oftast á hreinu í huga fólks að skurðlæknir er fær um að annast önnur verkefni en sjúkraliði. Sjaldan myndi störfum þeirra vera blandað saman í hagtölum undir heitinu kostnaður vegna læknisstarfa.Lítt nothæfar upplýsingar Hagstofa Íslands sér um öflun gagna og gefur frá sér upplýsingar vegna fjölda nemenda sem fá sérkennslu. Þar eru lögð að jöfnu störf sérkennara og stuðningsfulltrúa. Einnig er hver nemandi talinn með hvort sem hann fær skammvinna þjálfunarlotu í ákveðnu viðfangsefni eða einstaklingsbundna sérkennslu árið um kring. Þessar tölur gefa því lítt nothæfar upplýsingar og eru alls ekki til þess fallnar að byggja ákvarðanatöku á þeim. Við sérkennarar fögnum allri umræðu um sérkennslu og erum himinlifandi ef yfirvöld vilja meta árangur starfa okkar. En það er til lítils að veifa hagtölum sem byggja á svo veikum grunni sem þeim sem Hagstofa Íslands leyfir sér að bera fram fyrir yfirvöld.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun