Havila í greiðslustöðvun og afskrifar 21 milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Havila á í talsverðum rekstrarerfiðleikum. vísir/afp Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira