Havila í greiðslustöðvun og afskrifar 21 milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Havila á í talsverðum rekstrarerfiðleikum. vísir/afp Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira