Ungir gera sjaldan erfðaskrá Snærós Sindradóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þessi hjón gætu áttu áhyggjulaust ævikvöld ef þau eru svo forsjál að gera erfðaskrá og koma í veg fyrir rask á lífi eftirlifandi makans við andlát hins. NordicPhotos/Getty Enginn veit sitt endadægur segir íslenskur málsháttur sem á svo sannarlega við þegar fólk sest niður og skrifar erfðaskrá. Engir vilja að erfingjar takist á um eignir þeirra að þeim gengnum en oft geta erfðamál tekið mjög á fjölskyldur. „Ég held að fólk sé ótrúlega meðvitað um þetta,“ segir Hulda Rós Rúriksdóttir, lögmaður hjá Lögmönnum Laugavegi 3. Hún hefur séð um fjölda erfðamála og skiptingu búa. „Sambúðarmaki hefur ekki erfðarétt samkvæmt lögum þannig að hann getur ekki orðið erfingi nema samkvæmt erfðaskrá.“ Samkvæmt erfðalögum getur manneskja sem á svokallaða skylduerfingja, maka eða börn, aðeins ráðstafað þriðjungi eigna sinna. Um þetta ríkir gjarnan misskilningur en fólk heldur jafnvel að það geti arfleitt einhvern að öllum eignum sínum eða gert maka eða börn arflaus. „Fólk getur ráðstafað einum þriðja eigna sinna þó það sé í hjónabandi. Það getur ákveðið að gefa einhverjum Jóni úti í bæ eða fyrirtæki arfinn ef það vill. Það má líka auka hlut eins barns eða auka hlut maka,“ segir Hulda. Hún segir að fólk auki jafnan hlut eins barns síns á kostnað hinna ef það hefur ekki sömu tekjuöflunarmöguleika og systkini þess eða stendur hallari fæti. Það sé fáheyrt að fólk reyni að rýra arf barns síns af annarlegum hvötum.Hulda Rúriksdóttir hæstaréttarlögmaðurFlóknar fjölskyldur verða æ algengara fjölskylduform þar sem makar eiga jafnvel mörg börn úr fyrra hjónabandi eða hjónaböndum. Hulda segir að við þær aðstæður sé mjög mikilvægt að gera erfðaskrá. „Ef fólk er í hjónabandi og á eingöngu sameiginleg börn og annar aðilinn fellur frá þá getur hinn ákveðið sjálfur að sitja í óskiptu búi. En ef það á sín börnin hvort þá getur eftirlifandi makinn ekki fengið að sitja í óskiptu búi nema börn makans leyfi það, nema fólk geri erfðaskrá.“ Þá er nauðsynlegt að fólk sé gift til að geta gert erfðaskrá sem heimilar eftirlifandi maka að sitja í óskiptu búi. „Það er mjög þungbært að skipta búi eftir andlát maka.“ Ef börn makans sem fallið hefur frá eru undir lögaldri er það hitt foreldri barnanna sem getur ráðstafað arfinum og farið fram á að eftirlifandi maki geti ekki setið í óskiptu búi. Hulda segir að erfðaskrá geti komið í veg fyrir þennan vanda en fólk geti upplifað þetta sem mjög óþægilega stöðu. Það vilji ekki ræða fjármál við fyrrverandi maka maka síns sem nýlega er fallinn frá. Erfðaskrá skal vera skriflegÞað gildir ekki að segja barninu sínu að maður hyggist arfleiða það að milljónum ef maður skrifar það hvergi niður. Samkvæmt erfðalögum skal erfðaskrá vera skrifleg og undirrituð af arfleiðanda. Erfðaskrá gildir þótt hún sé ekki skráð hjá sýslumanni en það borgar sig þó að geyma hana þar, svo allt sé pottþétt. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Enginn veit sitt endadægur segir íslenskur málsháttur sem á svo sannarlega við þegar fólk sest niður og skrifar erfðaskrá. Engir vilja að erfingjar takist á um eignir þeirra að þeim gengnum en oft geta erfðamál tekið mjög á fjölskyldur. „Ég held að fólk sé ótrúlega meðvitað um þetta,“ segir Hulda Rós Rúriksdóttir, lögmaður hjá Lögmönnum Laugavegi 3. Hún hefur séð um fjölda erfðamála og skiptingu búa. „Sambúðarmaki hefur ekki erfðarétt samkvæmt lögum þannig að hann getur ekki orðið erfingi nema samkvæmt erfðaskrá.“ Samkvæmt erfðalögum getur manneskja sem á svokallaða skylduerfingja, maka eða börn, aðeins ráðstafað þriðjungi eigna sinna. Um þetta ríkir gjarnan misskilningur en fólk heldur jafnvel að það geti arfleitt einhvern að öllum eignum sínum eða gert maka eða börn arflaus. „Fólk getur ráðstafað einum þriðja eigna sinna þó það sé í hjónabandi. Það getur ákveðið að gefa einhverjum Jóni úti í bæ eða fyrirtæki arfinn ef það vill. Það má líka auka hlut eins barns eða auka hlut maka,“ segir Hulda. Hún segir að fólk auki jafnan hlut eins barns síns á kostnað hinna ef það hefur ekki sömu tekjuöflunarmöguleika og systkini þess eða stendur hallari fæti. Það sé fáheyrt að fólk reyni að rýra arf barns síns af annarlegum hvötum.Hulda Rúriksdóttir hæstaréttarlögmaðurFlóknar fjölskyldur verða æ algengara fjölskylduform þar sem makar eiga jafnvel mörg börn úr fyrra hjónabandi eða hjónaböndum. Hulda segir að við þær aðstæður sé mjög mikilvægt að gera erfðaskrá. „Ef fólk er í hjónabandi og á eingöngu sameiginleg börn og annar aðilinn fellur frá þá getur hinn ákveðið sjálfur að sitja í óskiptu búi. En ef það á sín börnin hvort þá getur eftirlifandi makinn ekki fengið að sitja í óskiptu búi nema börn makans leyfi það, nema fólk geri erfðaskrá.“ Þá er nauðsynlegt að fólk sé gift til að geta gert erfðaskrá sem heimilar eftirlifandi maka að sitja í óskiptu búi. „Það er mjög þungbært að skipta búi eftir andlát maka.“ Ef börn makans sem fallið hefur frá eru undir lögaldri er það hitt foreldri barnanna sem getur ráðstafað arfinum og farið fram á að eftirlifandi maki geti ekki setið í óskiptu búi. Hulda segir að erfðaskrá geti komið í veg fyrir þennan vanda en fólk geti upplifað þetta sem mjög óþægilega stöðu. Það vilji ekki ræða fjármál við fyrrverandi maka maka síns sem nýlega er fallinn frá. Erfðaskrá skal vera skriflegÞað gildir ekki að segja barninu sínu að maður hyggist arfleiða það að milljónum ef maður skrifar það hvergi niður. Samkvæmt erfðalögum skal erfðaskrá vera skrifleg og undirrituð af arfleiðanda. Erfðaskrá gildir þótt hún sé ekki skráð hjá sýslumanni en það borgar sig þó að geyma hana þar, svo allt sé pottþétt.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira