Fatlað fólk ber í borðið; Stjórnmálaþáttaka skiptir sköpun fyrir samfélagið Snædís Rán Hjartardóttir skrifar 11. október 2016 08:25 Stjórnmál hafa fylgt manninnum frá upphafi enda er það í eðli tegundarinnar að lifa í samfélögum þar sem komast verður að félagslega bindandi niðurstöðum fyrir alla í ákveðnum málum. Þótt borð sem húsgögn hafi ekki þekkst fyrr en tiltölulega nýlega í mannkynssögunni þá hafa alltaf einhverjir þurft að berja í það í þeim skilningi að vekja athygli á málstað sínum, hver svo sem hann er, enda er ekki alltaf hlustað á alla við borðið. Á tuttugustu öldinni hafa heyrst nokkrir hvellir skellir þegar einstaklingar úr minna áheyrilegum hópum létu krepptan hnefann lenda á borðinu, þannig kváðu við raddir kvenna, hinsegin fólks sem og fólks sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum, svo ekki sé minnst á mismunandi litarhátt, tungumál og annað sem kann að vera grundvöllur fyrir mismunun. Þessar raddir halda áfram að ágerast fram á okkar daga og breytileiki þeirra eykst jafnt og þétt, fólk er jafn ólíkt og það er margt. Einn af þeim hópum fólks sem er tekinn til við að brýna röddina er fatlað fólk. Þetta er tiltölulega stór minnihlutahópur sem er til staðar í öllum ríkjum heims, misjafnt er hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð við að koma sjónarmiðum fatlaðs fólks á framfæri. Hér á Íslandi höfum við tvö sterk hagsmunasamtök fatlaðs fólks, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem gegna mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar. Auk þeirra eru mörg minni samtök eða hópar og nokkrir fatlaðir einstaklingar sem beita sér í stjórnmálum, í flokksstarfi, á þingi eða sem aktívisti. Það að heyrast skuli í fötluðum einstaklingum ber vitni um árangur fatlaðs fólks hér á landi við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirvöld og samfélagið í heild. Þrátt fyrir ýmsa merka áfanga, svo sem fullgildingu Samnings sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, erum við enn að mörgu leyti á upphafsreit. Fatlað fólk þarf ennþá að yfirstíga ýmsar hindranir í daglegu lífi sem hefðu ekki orðið til ef betur hefði verið hlustað. Þetta eru tálmar sem fylgja hönnun mannvirkja og skipulagningu þjónustu þar sem réttindi og þarfir fatlaðs fólks eru ekki höfð í huga. Þetta gerist reglulega og er til þess fallið að skapa óþarfa hindranir sem munu hafa áhrif um ókomna tíð. Hefði hins vegar verið tekið tillit til fatlaða fólksins í upphafi hefði ekki kostað neitt að koma í veg fyrir hindranirnar og þess vegna er svo mikilvægt að tryggja því sæti við borðið, svo það geti barið í það þegar þess þarf.Málþing um stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks fer fram á morgun, miðvikudag á milli klukkan 13 og 14:30 á Litla torgi í Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Blóðugar raunir háskólanema Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. 10. október 2016 11:54 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál hafa fylgt manninnum frá upphafi enda er það í eðli tegundarinnar að lifa í samfélögum þar sem komast verður að félagslega bindandi niðurstöðum fyrir alla í ákveðnum málum. Þótt borð sem húsgögn hafi ekki þekkst fyrr en tiltölulega nýlega í mannkynssögunni þá hafa alltaf einhverjir þurft að berja í það í þeim skilningi að vekja athygli á málstað sínum, hver svo sem hann er, enda er ekki alltaf hlustað á alla við borðið. Á tuttugustu öldinni hafa heyrst nokkrir hvellir skellir þegar einstaklingar úr minna áheyrilegum hópum létu krepptan hnefann lenda á borðinu, þannig kváðu við raddir kvenna, hinsegin fólks sem og fólks sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum, svo ekki sé minnst á mismunandi litarhátt, tungumál og annað sem kann að vera grundvöllur fyrir mismunun. Þessar raddir halda áfram að ágerast fram á okkar daga og breytileiki þeirra eykst jafnt og þétt, fólk er jafn ólíkt og það er margt. Einn af þeim hópum fólks sem er tekinn til við að brýna röddina er fatlað fólk. Þetta er tiltölulega stór minnihlutahópur sem er til staðar í öllum ríkjum heims, misjafnt er hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð við að koma sjónarmiðum fatlaðs fólks á framfæri. Hér á Íslandi höfum við tvö sterk hagsmunasamtök fatlaðs fólks, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem gegna mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar. Auk þeirra eru mörg minni samtök eða hópar og nokkrir fatlaðir einstaklingar sem beita sér í stjórnmálum, í flokksstarfi, á þingi eða sem aktívisti. Það að heyrast skuli í fötluðum einstaklingum ber vitni um árangur fatlaðs fólks hér á landi við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirvöld og samfélagið í heild. Þrátt fyrir ýmsa merka áfanga, svo sem fullgildingu Samnings sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, erum við enn að mörgu leyti á upphafsreit. Fatlað fólk þarf ennþá að yfirstíga ýmsar hindranir í daglegu lífi sem hefðu ekki orðið til ef betur hefði verið hlustað. Þetta eru tálmar sem fylgja hönnun mannvirkja og skipulagningu þjónustu þar sem réttindi og þarfir fatlaðs fólks eru ekki höfð í huga. Þetta gerist reglulega og er til þess fallið að skapa óþarfa hindranir sem munu hafa áhrif um ókomna tíð. Hefði hins vegar verið tekið tillit til fatlaða fólksins í upphafi hefði ekki kostað neitt að koma í veg fyrir hindranirnar og þess vegna er svo mikilvægt að tryggja því sæti við borðið, svo það geti barið í það þegar þess þarf.Málþing um stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks fer fram á morgun, miðvikudag á milli klukkan 13 og 14:30 á Litla torgi í Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Blóðugar raunir háskólanema Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. 10. október 2016 11:54
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar