Framsæknar þjóðir fjárfesta í þekkingu Steinunn Gestsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun