Dagur hvíta stafsins Vala Jóna Garðarsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Dagur Hvíta stafsins er alþjóðlegur baráttu og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks sem haldinn er 15. október ár hvert. Á þeim degi vekja blindir og sjónskertir einstaklingar athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Umferli er íslensk þýðing á enska orðinu mobility. Umferli fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga vísar til þess að komast á öruggan hátt á milli staða, jafnt innan dyra sem utan með eða án aðstoðar hvíta stafsins. Hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga starfa umferliskennarar sem kenna þeim sem eru blindir og sjónskertir að rata í umhverfinu og að komast á öruggan og sjálfstæðan hátt frá einum stað til annars. Hvíti stafurinn er mikilvægt hjálpartæki í umferli og er alþjóðlegt tákn blindra og sjónskertra. Annars vegar gefur hann öðrum vegfarendum til kynna að einstaklingurinn sem ber stafinn hafi enga eða takmarkaða sjón og beri því að sýna tillitsemi. Hins vegar er hvíti stafurinn og þá sérstaklega þreifistafur notaður til að afla upplýsinga í umhverfinu t.d að upplýsa um hugsanlegar hindranir í veginum, hvort leiðin sé greið, finna kennileiti og að staðsetja sig í umhverfinu. Til þess að komast örugglega um þarf aðgengi að vera gott, einfalt og rökrétt. Gangstéttar þurfa að vera aðgreindar frá götu t.d með kanti, annars konar hellulögn, blómabeði eða grindverki. Á stórum og opnum svæðum og í anddyrum getur leiðarmerking á gangstétt og á gólfi gefið til kynna hvert gönguleið liggur, svokölluð leiðarlína. Leiðarlína liggur gjarnan að svokölluðu áherslusvæði en það eru gangstéttarhellur með upphleyptum hnöppum. Áherslusvæði gefur til kynna að um einhvers konar breytingu sé að ræða í umhverfinu eða svæði sem ber að varast. Þessar hellur eru gjarnan þar sem gangstétt endar til viðvörunar um að það sé gata framundan. Áherslusvæði þurfa að liggja hornrétt á götu þannig að þeir sem eru blindir og sjónskertir geti tekið beina stefnu yfir á gangstétt hinum megin við götuna. Til að tryggja öryggi og sjálfstæði hvers og eins er mikilvægt að við gangbrautarljós sé hljóðmerki og titringur sem gefur til kynna hvort það logar grænt eða rautt gangbrautarljós. Hljóðmerki henta þeim sem eru blindir og sjónskertir og titringur þeim sem bæði hafa skerta sjón og heyrn. Gæta þarf að því að stólpar og skilti séu ekki staðsett í ganglínu á gangstéttum og að skilti séu ekki í höfuðhæð. Skörp litaskil eru mikilvæg fyrir sjónskerta einstaklinga, sem dæmi um það er að mála fyrirstöður í andstæðum lit við umhverfið og að merkja tröppubrúnir til aðgreiningar. Tröppur sem eru í sama lit og gólf/gangstétt renna saman í eitt og stundum áttar fólk sig ekki á að um tröppur sé að ræða. Handrið þurfa einnig að skera sig úr og ná fram fyrir neðsta þrep og upp fyrir efsta þrep. Það er nokkuð algengt að fólk gangi á glerhurðir og þarf ekki sjónskerðingu til. Öryggisins vegna er gagnlegt að merkja glerhurðir í augnhæð barna og fullorðinna með áberandi hætti, það getur t.d verið með logói viðkomandi stofnunar. Aðgengismál eru ofarlega á baugi og ekki að ástæðulausu því gott aðgengi kemur okkur öllum til góða og greiðir veg okkar allra í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dagur Hvíta stafsins er alþjóðlegur baráttu og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks sem haldinn er 15. október ár hvert. Á þeim degi vekja blindir og sjónskertir einstaklingar athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Umferli er íslensk þýðing á enska orðinu mobility. Umferli fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga vísar til þess að komast á öruggan hátt á milli staða, jafnt innan dyra sem utan með eða án aðstoðar hvíta stafsins. Hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga starfa umferliskennarar sem kenna þeim sem eru blindir og sjónskertir að rata í umhverfinu og að komast á öruggan og sjálfstæðan hátt frá einum stað til annars. Hvíti stafurinn er mikilvægt hjálpartæki í umferli og er alþjóðlegt tákn blindra og sjónskertra. Annars vegar gefur hann öðrum vegfarendum til kynna að einstaklingurinn sem ber stafinn hafi enga eða takmarkaða sjón og beri því að sýna tillitsemi. Hins vegar er hvíti stafurinn og þá sérstaklega þreifistafur notaður til að afla upplýsinga í umhverfinu t.d að upplýsa um hugsanlegar hindranir í veginum, hvort leiðin sé greið, finna kennileiti og að staðsetja sig í umhverfinu. Til þess að komast örugglega um þarf aðgengi að vera gott, einfalt og rökrétt. Gangstéttar þurfa að vera aðgreindar frá götu t.d með kanti, annars konar hellulögn, blómabeði eða grindverki. Á stórum og opnum svæðum og í anddyrum getur leiðarmerking á gangstétt og á gólfi gefið til kynna hvert gönguleið liggur, svokölluð leiðarlína. Leiðarlína liggur gjarnan að svokölluðu áherslusvæði en það eru gangstéttarhellur með upphleyptum hnöppum. Áherslusvæði gefur til kynna að um einhvers konar breytingu sé að ræða í umhverfinu eða svæði sem ber að varast. Þessar hellur eru gjarnan þar sem gangstétt endar til viðvörunar um að það sé gata framundan. Áherslusvæði þurfa að liggja hornrétt á götu þannig að þeir sem eru blindir og sjónskertir geti tekið beina stefnu yfir á gangstétt hinum megin við götuna. Til að tryggja öryggi og sjálfstæði hvers og eins er mikilvægt að við gangbrautarljós sé hljóðmerki og titringur sem gefur til kynna hvort það logar grænt eða rautt gangbrautarljós. Hljóðmerki henta þeim sem eru blindir og sjónskertir og titringur þeim sem bæði hafa skerta sjón og heyrn. Gæta þarf að því að stólpar og skilti séu ekki staðsett í ganglínu á gangstéttum og að skilti séu ekki í höfuðhæð. Skörp litaskil eru mikilvæg fyrir sjónskerta einstaklinga, sem dæmi um það er að mála fyrirstöður í andstæðum lit við umhverfið og að merkja tröppubrúnir til aðgreiningar. Tröppur sem eru í sama lit og gólf/gangstétt renna saman í eitt og stundum áttar fólk sig ekki á að um tröppur sé að ræða. Handrið þurfa einnig að skera sig úr og ná fram fyrir neðsta þrep og upp fyrir efsta þrep. Það er nokkuð algengt að fólk gangi á glerhurðir og þarf ekki sjónskerðingu til. Öryggisins vegna er gagnlegt að merkja glerhurðir í augnhæð barna og fullorðinna með áberandi hætti, það getur t.d verið með logói viðkomandi stofnunar. Aðgengismál eru ofarlega á baugi og ekki að ástæðulausu því gott aðgengi kemur okkur öllum til góða og greiðir veg okkar allra í samfélaginu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar