Nærsýni Yngvi Óttarsson skrifar 18. október 2016 07:00 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, skrifar grein í Fréttablaðið 6. október sl. og leggur út af nýlega birtu áliti Skipulagsstofnunar vegna aukins eldis með norskættaðan eldislax í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Í greininni fer bæjarstjórinn með rangt mál er hann segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi verið „að neikvæð áhrif af sjóeldi séu óveruleg og að öllu afturkræf“.Hið rétta Hið rétta er að um hættu á erfðablöndun segir í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar: „Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að á hverju ári strýkur lax í miklu magni úr eldi og að eldisfiskur finnist allstaðar í ám á landsvæðum þar sem eldi í sjókvíum er starfrækt. […] Skipulagsstofnun telur að eftir því sem laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarumfang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofnunin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf.“Allir villtir stofnar í hættu Rannsóknir hafa sýnt að eldislax sem sleppur ferðast allt að 2.000 km undan hafstraumum áður en hann leitar upp í ár til hrygningar (L. Hansen, 2006). Það samsvarar ferðalagi stroklaxa einn og hálfan hring umhverfis Ísland. Þar með eru allir villtir laxastofnar landsins í hættu vegna stroklaxa úr eldiskví hvar sem er við landið. Því er ljóst að framtíðarsýn bæjastjórans um að njóta náttúrunnar og veiða í fallegri á er tálsýn verði fiskeldi í opnun sjókvíum með norskættuðum eldislaxi stundað við Ísland. Eina leiðin til að villtu stofnarnir haldi velli í sátt við fiskeldi er ef það er stundað með sjálfbærum hætti á landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Er til of mikils mælst að það sé gert þannig að af starfseminni verði ekki þau varanlegu og óafturkræfu áhrif á náttúru landsins sem Skipulagsstofnun talar um?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, skrifar grein í Fréttablaðið 6. október sl. og leggur út af nýlega birtu áliti Skipulagsstofnunar vegna aukins eldis með norskættaðan eldislax í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Í greininni fer bæjarstjórinn með rangt mál er hann segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi verið „að neikvæð áhrif af sjóeldi séu óveruleg og að öllu afturkræf“.Hið rétta Hið rétta er að um hættu á erfðablöndun segir í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar: „Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að á hverju ári strýkur lax í miklu magni úr eldi og að eldisfiskur finnist allstaðar í ám á landsvæðum þar sem eldi í sjókvíum er starfrækt. […] Skipulagsstofnun telur að eftir því sem laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarumfang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofnunin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf.“Allir villtir stofnar í hættu Rannsóknir hafa sýnt að eldislax sem sleppur ferðast allt að 2.000 km undan hafstraumum áður en hann leitar upp í ár til hrygningar (L. Hansen, 2006). Það samsvarar ferðalagi stroklaxa einn og hálfan hring umhverfis Ísland. Þar með eru allir villtir laxastofnar landsins í hættu vegna stroklaxa úr eldiskví hvar sem er við landið. Því er ljóst að framtíðarsýn bæjastjórans um að njóta náttúrunnar og veiða í fallegri á er tálsýn verði fiskeldi í opnun sjókvíum með norskættuðum eldislaxi stundað við Ísland. Eina leiðin til að villtu stofnarnir haldi velli í sátt við fiskeldi er ef það er stundað með sjálfbærum hætti á landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Er til of mikils mælst að það sé gert þannig að af starfseminni verði ekki þau varanlegu og óafturkræfu áhrif á náttúru landsins sem Skipulagsstofnun talar um?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar