Hvenær er vanlíðan of mikil? Bergný Ármannsdóttir skrifar 7. október 2016 15:47 Að fást við erfiðar aðstæður og erfiðar tilfinningar er hluti af mannlegri tilveru. Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu og finnum tímabundna vanlíðan vegna þess. Yfirleitt gerum við okkur grein fyrir því að vanlíðan í kjölfar slíkra atburða sé algeng og eðlileg og líður oftast hjá með tímanum. Stundum kemur vanlíðan að því er virðist alveg upp úr þurru, eins og þruma úr heiðskýru lofti, og við sitjum eftir og veltum því fyrir okkur af hverju í ósköpunum þessi vanlíðan hellist yfir okkur. Mörgum finnst það liggja beinast við að hafi ekkert slæmt komið fyrir mann, þá ætti manni ekki að líða illa. Þá fylgja gjarnan hugsanir um að það hljóti eitthvað að ama að manni, það geti ekki verið eðlilegt að líða illa þegar það er í rauninni ekkert að. Við þessar aðstæður getur verið erfitt að hugsa að þetta muni líða hjá en í rauninni er sú vanlíðan líka eðlilegur hluti af lífinu. Okkur þarf nefnilega ekki alltaf að líða vel. En hvenær er vanlíðan orðin það mikil að hún telst vera röskun? Vanlíðan getur verið allskonar. Vanlíðan getur verið depurð, sorg, söknuður, kvíði eða ótti. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem eiga fullkominn rétt á sér. Stundum leiðist okkur, við erum einmanna eða kvíðum fyrir erfiðu prófi. Þegar þessar tilfinningar eru hins vegar farnar að hafa mikil hamlandi áhrif á líf okkar getum við sagt að vanlíðan sé orðin of mikil. Þegar tilfinningar eins og depurð eða kvíði eru farnar að trufla mætingu í skóla eða vinnu, áhugamál eða sambönd okkar við annað fólk er hægt að segja að einhverskonar röskun sé til staðar. Ef þér finnst vanlíðan trufla daglegt líf þitt og kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til að gera eða það sem þú þarft að gera gæti verið góð hugmynd að tala við lækni eða sálfræðing. Það er mikilvægt að vita að það er allt í lagi að líða stundum illa. Að líða illa í smá tíma, jafnvel þó að það „sé ekkert að“ er ekki merki um að það sé eitthvað að manni og að hugsa í sífellu „mér á ekki að líða illa“ getur aukið á þá vanlíðan sem er fyrir. Stundum er allt í lagi að líða illa í stutta stund, það má og það líður oftast hjá. Það er gott að minna sig frekar á það að stundum má bara alveg vera á smá bömmer. Það er líka mikilvægt að vita að það er engin skömm í því að leita sér hjálpar ef maður finnur að vanlíðan er orðin of mikil. Alveg eins og við myndum leita til fagfólks ef okkur hefur verkjað í bakið í lengri tíma ætti að vera sjálfsagt að leita til þeirra þegar vanlíðan er orðin langvarandi og truflandi. Það er allt í lagi að líða stundum illa, en það er líka sjálfsagt að leita sér aðstoðar ef vanlíðanin er smátt og smátt að taka yfir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Að fást við erfiðar aðstæður og erfiðar tilfinningar er hluti af mannlegri tilveru. Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu og finnum tímabundna vanlíðan vegna þess. Yfirleitt gerum við okkur grein fyrir því að vanlíðan í kjölfar slíkra atburða sé algeng og eðlileg og líður oftast hjá með tímanum. Stundum kemur vanlíðan að því er virðist alveg upp úr þurru, eins og þruma úr heiðskýru lofti, og við sitjum eftir og veltum því fyrir okkur af hverju í ósköpunum þessi vanlíðan hellist yfir okkur. Mörgum finnst það liggja beinast við að hafi ekkert slæmt komið fyrir mann, þá ætti manni ekki að líða illa. Þá fylgja gjarnan hugsanir um að það hljóti eitthvað að ama að manni, það geti ekki verið eðlilegt að líða illa þegar það er í rauninni ekkert að. Við þessar aðstæður getur verið erfitt að hugsa að þetta muni líða hjá en í rauninni er sú vanlíðan líka eðlilegur hluti af lífinu. Okkur þarf nefnilega ekki alltaf að líða vel. En hvenær er vanlíðan orðin það mikil að hún telst vera röskun? Vanlíðan getur verið allskonar. Vanlíðan getur verið depurð, sorg, söknuður, kvíði eða ótti. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem eiga fullkominn rétt á sér. Stundum leiðist okkur, við erum einmanna eða kvíðum fyrir erfiðu prófi. Þegar þessar tilfinningar eru hins vegar farnar að hafa mikil hamlandi áhrif á líf okkar getum við sagt að vanlíðan sé orðin of mikil. Þegar tilfinningar eins og depurð eða kvíði eru farnar að trufla mætingu í skóla eða vinnu, áhugamál eða sambönd okkar við annað fólk er hægt að segja að einhverskonar röskun sé til staðar. Ef þér finnst vanlíðan trufla daglegt líf þitt og kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til að gera eða það sem þú þarft að gera gæti verið góð hugmynd að tala við lækni eða sálfræðing. Það er mikilvægt að vita að það er allt í lagi að líða stundum illa. Að líða illa í smá tíma, jafnvel þó að það „sé ekkert að“ er ekki merki um að það sé eitthvað að manni og að hugsa í sífellu „mér á ekki að líða illa“ getur aukið á þá vanlíðan sem er fyrir. Stundum er allt í lagi að líða illa í stutta stund, það má og það líður oftast hjá. Það er gott að minna sig frekar á það að stundum má bara alveg vera á smá bömmer. Það er líka mikilvægt að vita að það er engin skömm í því að leita sér hjálpar ef maður finnur að vanlíðan er orðin of mikil. Alveg eins og við myndum leita til fagfólks ef okkur hefur verkjað í bakið í lengri tíma ætti að vera sjálfsagt að leita til þeirra þegar vanlíðan er orðin langvarandi og truflandi. Það er allt í lagi að líða stundum illa, en það er líka sjálfsagt að leita sér aðstoðar ef vanlíðanin er smátt og smátt að taka yfir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun