Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun ingvar haraldsson skrifar 4. maí 2016 11:06 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir skattaundanskot í byggingastarfsemi virðast vera alvarlegri og skipulagðari en áður. Fréttablaðið/vilhelm Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira