Sigursteinn hættir störfum: Stóra Samherjamálið reyndist þungbært Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. maí 2016 17:10 Samherji sætti rannsókn í yfir þrjú ár. Vísir Sigursteinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samherja, hyggst láta af störfum. Þetta kemur fram í bréfi hans til samstarfsfólks síns. Sigursteinn hóf störf hjá Samherja árið 2002. Í mars 2012 var gerð húsleit hjá Samherja vegna gruns um brot á ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Þremur og hálfu ári síðar var rannsókn í málinu felld niður. Húsleitin var gerð á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans með aðstoð sérstaks saksóknara. Sigursteinn segir málið hafa reynt mikið á sig. „Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær.“Sjá einnig: Húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri Hann segir að þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið sú að ekkert saknæmt hefði átt sér stað hafi hann aldrei náð að vinna sig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir sig í kjölfar málsins. „Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum. Bréf Sigursteins í heild sinni má nálgast sjá að neðan. Bréf til samstarfsfólksÉg hef tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá Samherja hf.Eins og þið eflaust gerið ykkur grein fyrir þá var þetta afar erfið ákvörðun fyrir mig og okkur hjónin bæði enda hef ég ávallt verið mikill Samherjamaður og gríðarlega stoltur af því að vinna hjá þessu fyrirtæki. Í starfi mínu hef ég tekist á við mörg spennandi og krefjandi verkefni, langflest skemmtileg en sum ekki. Eitt af þeim verkefnum sem ekki hafa verið skemmtileg er Seðlabankamálið. Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær. Það var að sjálfsögðu mikill léttir þegar embætti sérstaks saksóknara komst að þeirri niðurstöðu í fyrrahaust að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og tók reyndar sérstaklega fram í bréfi til mín að ljóst væri að unnið hefði verið af kostgæfni að því að skila gjaldeyri til landsins.Þrátt fyrir þessa gleðilegu niðurstöðu hef ég ekki náð að vinna mig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir mig í kjölfar þessa máls. Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum.Ég hef starfað í rúm 14 ár hjá Samherja þar sem ég hef eignast marga góða vini og ég vil þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf í gegnum öll þessi ár. Megi sá mikli kraftur og elja sem í ykkur býr halda áfram að láta fyrirtækið Samherja vaxa og dafna um ókomna tíð.Við Inga viljum þakka þeim frændum Þorsteini og Kristjáni fyrir þann ómetanlega skilning sem þeir sýndu þessari ákvörðun okkar og fyrir að hafa ávallt staðið þétt við bakið á okkur. Ég mun síðan að sjálfsögðu sinna minni daglegu vinnu næstu mánuðina og aðstoða við að koma mínum eftirmanni inní starfið þegar ákvörðun þar um liggur fyrir.Með góðri kveðju,Sigursteinn og Inga Vala. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sérstakur saksóknari felldi niður Samherjamálið fyrr í haust. 6. nóvember 2015 14:46 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sigursteinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samherja, hyggst láta af störfum. Þetta kemur fram í bréfi hans til samstarfsfólks síns. Sigursteinn hóf störf hjá Samherja árið 2002. Í mars 2012 var gerð húsleit hjá Samherja vegna gruns um brot á ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Þremur og hálfu ári síðar var rannsókn í málinu felld niður. Húsleitin var gerð á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans með aðstoð sérstaks saksóknara. Sigursteinn segir málið hafa reynt mikið á sig. „Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær.“Sjá einnig: Húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri Hann segir að þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið sú að ekkert saknæmt hefði átt sér stað hafi hann aldrei náð að vinna sig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir sig í kjölfar málsins. „Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum. Bréf Sigursteins í heild sinni má nálgast sjá að neðan. Bréf til samstarfsfólksÉg hef tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá Samherja hf.Eins og þið eflaust gerið ykkur grein fyrir þá var þetta afar erfið ákvörðun fyrir mig og okkur hjónin bæði enda hef ég ávallt verið mikill Samherjamaður og gríðarlega stoltur af því að vinna hjá þessu fyrirtæki. Í starfi mínu hef ég tekist á við mörg spennandi og krefjandi verkefni, langflest skemmtileg en sum ekki. Eitt af þeim verkefnum sem ekki hafa verið skemmtileg er Seðlabankamálið. Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær. Það var að sjálfsögðu mikill léttir þegar embætti sérstaks saksóknara komst að þeirri niðurstöðu í fyrrahaust að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og tók reyndar sérstaklega fram í bréfi til mín að ljóst væri að unnið hefði verið af kostgæfni að því að skila gjaldeyri til landsins.Þrátt fyrir þessa gleðilegu niðurstöðu hef ég ekki náð að vinna mig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir mig í kjölfar þessa máls. Í dag er staðan sú að rafhlöðurnar eru gjörsamlega tómar og ljóst að það mun taka einhvern tíma að hlaða þær aftur. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum.Ég hef starfað í rúm 14 ár hjá Samherja þar sem ég hef eignast marga góða vini og ég vil þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf í gegnum öll þessi ár. Megi sá mikli kraftur og elja sem í ykkur býr halda áfram að láta fyrirtækið Samherja vaxa og dafna um ókomna tíð.Við Inga viljum þakka þeim frændum Þorsteini og Kristjáni fyrir þann ómetanlega skilning sem þeir sýndu þessari ákvörðun okkar og fyrir að hafa ávallt staðið þétt við bakið á okkur. Ég mun síðan að sjálfsögðu sinna minni daglegu vinnu næstu mánuðina og aðstoða við að koma mínum eftirmanni inní starfið þegar ákvörðun þar um liggur fyrir.Með góðri kveðju,Sigursteinn og Inga Vala.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sérstakur saksóknari felldi niður Samherjamálið fyrr í haust. 6. nóvember 2015 14:46 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04
Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sérstakur saksóknari felldi niður Samherjamálið fyrr í haust. 6. nóvember 2015 14:46