Atvinnuþátttaka fólks með skerta starfsgetu Sigríður hanna Ingólfsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Á íslenskum vinnumarkaði eru ýmsar hindranir sem verða á vegi fólks með skerta starfsgetu. Um þriðjungur örorkulífeyrisþega er á vinnumarkaði og með einhverjar atvinnutekjur. Tækifærin til að stunda vinnu eru af skornum skammti fyrir þennan hóp fólks. Atvinnurekendur hafa verið tregir til að ráða fólk með skerta starfsgetu til starfa. Því þarf að fjölga verulega hlutastörfum og störfum með sveigjanlegan vinnutíma, tilhögun og fyrirkomulag. Vinnuveitendur þurfa að taka virkan þátt í að skapa fólki með skerta starfsgetu raunveruleg tækifæri til atvinnuþátttöku. Hér gæti hið opinbera sýnt gott fordæmi, meðal annars með lagasetningu gegn mismunun, ráða fólk með skerta starfsgetu til vinnu og draga verulega úr tekjuskerðingum. Nýlega var viðtal á Stöð 2 við örorkulífeyrisþega sem var með 25 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði fyrir skatt, en ávinningur af þeim atvinnutekjum var rúmar tvö þúsund krónur eftir skatt og tekjuskerðingar. Öryrkjabandalag Íslands hefur lagt áherslu á að afnema þurfi hinar miklu tekjuskerðingar og hefur lagt fram ítarlegar tillögur þess efnis í skýrslunni Virkt samfélag. Tillögurnar voru innlegg ÖBÍ inn í vinnu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar. Í þeirri nefnd var sátt um að taka út krónu á móti krónu skerðingar fyrir alla lífeyrisþega. Því miður náði sú breyting ekki inn í drög félags- og húsnæðismálaráðherra að frumvarpi, sem var til umsagnar síðastliðið sumar. Hins vegar var vægi sérstakrar framfærsluuppbótar, uppbótaflokks sem skerðist krónu á móti krónu, óbreytt eða aukið með lögum sem voru samþykkt á Alþingi í október sl. ÖBÍ hefur lagt áherslu á að farið verði strax í að bæta kjör lífeyrisþega með verulegri hækkun þannig að lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir framfærslu í íslensku samfélagi. Enn fremur þarf að taka út krónu á móti krónu skerðingar og afnema víxlverkun í samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða. Þessar úrbætur er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á íslenskum vinnumarkaði eru ýmsar hindranir sem verða á vegi fólks með skerta starfsgetu. Um þriðjungur örorkulífeyrisþega er á vinnumarkaði og með einhverjar atvinnutekjur. Tækifærin til að stunda vinnu eru af skornum skammti fyrir þennan hóp fólks. Atvinnurekendur hafa verið tregir til að ráða fólk með skerta starfsgetu til starfa. Því þarf að fjölga verulega hlutastörfum og störfum með sveigjanlegan vinnutíma, tilhögun og fyrirkomulag. Vinnuveitendur þurfa að taka virkan þátt í að skapa fólki með skerta starfsgetu raunveruleg tækifæri til atvinnuþátttöku. Hér gæti hið opinbera sýnt gott fordæmi, meðal annars með lagasetningu gegn mismunun, ráða fólk með skerta starfsgetu til vinnu og draga verulega úr tekjuskerðingum. Nýlega var viðtal á Stöð 2 við örorkulífeyrisþega sem var með 25 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði fyrir skatt, en ávinningur af þeim atvinnutekjum var rúmar tvö þúsund krónur eftir skatt og tekjuskerðingar. Öryrkjabandalag Íslands hefur lagt áherslu á að afnema þurfi hinar miklu tekjuskerðingar og hefur lagt fram ítarlegar tillögur þess efnis í skýrslunni Virkt samfélag. Tillögurnar voru innlegg ÖBÍ inn í vinnu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar. Í þeirri nefnd var sátt um að taka út krónu á móti krónu skerðingar fyrir alla lífeyrisþega. Því miður náði sú breyting ekki inn í drög félags- og húsnæðismálaráðherra að frumvarpi, sem var til umsagnar síðastliðið sumar. Hins vegar var vægi sérstakrar framfærsluuppbótar, uppbótaflokks sem skerðist krónu á móti krónu, óbreytt eða aukið með lögum sem voru samþykkt á Alþingi í október sl. ÖBÍ hefur lagt áherslu á að farið verði strax í að bæta kjör lífeyrisþega með verulegri hækkun þannig að lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir framfærslu í íslensku samfélagi. Enn fremur þarf að taka út krónu á móti krónu skerðingar og afnema víxlverkun í samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða. Þessar úrbætur er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar