Samúðargreining Albert Einarsson skrifar 4. nóvember 2016 12:04 Ég votta Íslendingum samúð mína! Íslensk stjórnmál vekja undrun, furðu og kímni. Nýafstaðnar kosningar eru kóróna á þá kúnst að byltingin étur börnin sín. Vissulega er ég með skandinavísk og þá sérstaklega norsk stjórnmál sem viðmið í mati mínu á pólitísku ástandi á Íslandi. Það er langt í frá að allt sé fullkomið hér ytra og að engin sé stjórnmálabaráttan, en hérna megin hafsins eru stjórnmálamenn allra flokka mjög svo sammála um að virða reglur um hvað sé rétt og rangt og hver séu siðferðisleg mörk stjórnmálabaráttunnar. Í þessu leika fjölmiðlar og einarðir og duglegir blaðamenn veigamikið hlutverk. Kosningabaráttan á Íslandi, eins og hún blasti við mér, gluggandi í netmiðla öðru hvoru og rýnandi í pólitíska pistla, var afskaplega lítið upplýsandi og enn síður hvetjandi til þess að taka þátt. Ég veit ekki hvort það hefði orðið öðru vísi ef ég hefði verið baðaður dag eftir dag í pólitískum orðaflaumi á Fróni. Þá sjaldan að ég opnaði fyrir orðaflaum í umræðuþáttum dró heldur úr áhuganum.Fjórflokkurinn og hinir Það er stundum talað um að fjórflokkurinn sé að hverfa, að ný öfl séu komin með í leikinn. Það er skorin upp herör gegn fjórflokknum og honum kennt um margt og vont. Er þetta svo einfalt? Flokkar í fjórflokknum rækta garðinn sinn og uppskera.Sjálfstæðisflokkur Ég held að varnarsigur Sjálfstæðisflokksins sé gott dæmi um að fjórflokkur sé enn við einhverja heilsu. FLOKKURINN hristi af sér klofning og hélt haus. FLOKKURINN gróf skotgrafir og sendi lið andstæðinganna á flótta. Gamla íhaldið þétti raðirnar og beit í skjaldarrendur. Það dugði – óþægilegu málefnin lentu neðst hjá fjölmiðlum og afrek ríkisstjórnarinnar, undir eiginlegri forystu BB og FLOKKSINS, urðu að pólitík dagsins. Satt og ósatt? Rétt og rangt? Hverju skiftir það á meðan ekki er spurt, engin grefur.Vinstri-grænir VG er annar fjórflokkur sem sigraði. Samfylkingin fótbraut sig í aðdraganda hrunsins og náði sér aldrei að strik sem flokkur eftir það, en VG náði að rækta og viðhalda gamla Alþýðubandalagsgrunninum, sem núna skilaði sér í tiltölulega góðri stöðu VG. Reyndar var VG á barmi hruns í orrahríðinni í ríkisstjórn Jóhönnu. Ósamstaða og upphlaup, brotthvarf og illindi. Það að VG komst í geng um orrahríðina og stendur nú sem einn af sigurvegurum kosninganna er gott dæmi um að fjórflokkur lifir enn.Samfylkingin Samfylkingin dó sem samfylking í óðagoti. Þegar nógu margir sáu og vissu í hvað stefndi með útrásina og blöðrubankana, var forysta Samfylkingarinnar í draumalandi peningakapítalismans. Það er nóg að muna ferðir leiðtoga íslenskra sósíaldemókrata til útlanda til þess að lægja óróleikaöldur gagnvart botnlausri peningafrekju útrásarmanna, en umfram allt gagnvart stöðu íslenska ríkisins. Hún lét slíkt um eyru þjóta. Þegar svo guð var beðinn um að blessa Ísland og hrunið var óumflýjanlegt sáust sprungurnar í samfylkingunni. Lífróður Jóhönnu var fyrir Ísland og ekki Samfylkinguna. Sprungurnar urðu bara greinilegri og stærri og menn héldu að það væri bara hægt að tala sig út úr þessu, mala og mala. Ríkisstjórn Jóhönnu skilaði góðu búi fyrir Ísland, en afraksturinn var rýr fyrir Samfylkinguna. EBS málið tapað – en unnið fyrir VG, stjórnarskráin seld upp í loforðaslikk, sem reyndist einskis virði. Það sem VG tókst að gera með innri óróa tóks Samfylkingunni ekki, þar var blásið í upphlaup og formannsslag og púðrinu eytt í að hrella hvert annað. Arfurinn frá Alþýðuflokknum dugði ekki, var líklega alveg horfinn. Samfylkingin er ekki fjórflokkur.Píratar Píratar eru alls ekki fjórflokkur og vantar allt sem til þarf. Vantar kjölfestu, vantar stöðugleika og ekki síst Pírata vantar mótaða hugmyndafræði með rætur í íslensku samfélagi. Vissulega getur verið að Píratar skapi sér kjölfestu og takist að ná í eða búa til heildstæða hugmyndafræði, en þar eru Píratar ekki enn. Enda fór sem fór að skoðanakannanafylgið mætti ekki á kjörstað. Þetta sögðu Píratar reyndar skýrt og skilmerkilega á meðan þeir mældust með á milli 30 og 40 prósent, að fylgið yrði minna á kjördag. Píratar eru sennilega ekki hluti af stjórnmálaframtíðinni, en klárlega mikilvægt afl til þess að skapa nýja stjórnmálaframtíð. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurinn er fjórflokkur, og þó! Var fjórflokkur! Líklega hófst nútímasaga Framsóknar, og þá um leið ferill flokksins í átt að því að verða einskonar hægrilýðskrumsflokkur, með hruni SÍS og því þegar flokksforingjar og vinir og vandamenn fengu eignir samvinnuhreyfingarinnar til einkanota. Þar með hvarf flokkurinn frá samvinnuhugsjóninni, sem eftirleiðis lifir bara í bókum. Flokkurinn steig dansinn með Sjálfstæðisflokknum í kring um gullkálfinn og endaði í flokkskreppu, sem lauk með endanlegum sigri lýðskrumara. Sigmundur Davíð virtist um stuttan tíma ætla að feta í fótspor stórhöfðingjans Halldórs, en hvarf fljótt inn á eigin brautir. Eftir það er varla hægt að kalla Framsókn fjórflokk. Kosningaúrslit Framsóknarflokksins eru auðvitað brennimerkt af spillingu, en líka því að þetta er flokkur sem er á niðurleið, flokkur sem hefur yfirgefið bæði hugmyndir og samfélagslegan grundvöll, sem var stoð flokksins og skipulag.Björt framtíð Björt framtíð er á margang hátt eins og Samfylkingin, nema að Samfylkingin á sér hugmyndafræðilegan grundvöll. Björt framtíð hefur verið eð reyna að búa sér til grundvöll úr dóti frá öðrum flokkum, mikið af því kemur frá Samfylkingunni. Það að BF hafi fengið dágóða kosningu er mest Samfylkingunni, sem brást, að þakka. Auðvitað hefði raunverulegur jafnaðarmannaflokkur, með bein í nefinu, ekki látið samsafn eins og BF setja sig út af laginu. Saman hefðu þessir tveir flokkar orðið sterkara afl. BF er ekki frekar en Samfylkingin fjórflokkur.Viðreisn Viðreisn er nýtt afl og ekki bara klofningur úr Sjálfstæðisflokki. Ég er næsta viss um að talsvert af fylgi Viðreisnar eru fyrrum kjósendur Samfylkingar, þ.e.a.s. hægri kratar. Ef Viðreisn er eða verður flokkur á borð við Venstre i Noregi, sem er frjálslyndur hægriflokkur, reyndar lítill flokkur í dag en á sér langa sögu, er elsti flokkurinn í Noregi, þá má segja að það sé brotið blað. Þannig flokkur hefur aldrei verið til á Íslandi áður. Einkenni Venstre eru þau að flokkurinn byggir á frelsi einstaklingsins til athafna og vill ekki að hið opinbera skerði það, Venstre er ekki andstæðingur aðildar Noregs að ESB, Venstre hefur frjálslynda stefnu varðandi innflytjendur, Venstre leggur meiri áherslur á félagslegar lausnir (þarf ekki að vera ríkislausnir) en hægriflokkurinn Høyre. Venstre er mjög virkur flokkur í baráttunni fyrir umhverfisvænum lausnum og gefur þar hefðbundnum vinstri- og umhverfisflokkum lítið eftir. Eru einkenni Viðreisnar þau sömu og Venstre i Noregi? Ef Viðreisn ætlar sér að lifa sem flokkur og verða lífvænlegur flokkur er stjórnarseta í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki óvarleg leið. En kannski er Viðreisn bara innan sviga.Blokkir og minnihlutastjórnir Tilraun Pírata til að setja saman stjórnarflokka fyrir kosningar er alvanaleg aðferð á Norðurlöndunum. Hér í Noregi gengur fólk að því sem gefnu fyrir kosningar hvaða flokkar vilja vinna saman eftir kosningar. Það má segja að tilraun Pírata hafi komið of seint fram, flokkarnir hefðu átt að byggja „blokkina“ betur og spila svo saman. Það tekur tíma að byggja, en stuttan tíma að rífa og rústa. Á hinum Norðurlöndunum er alvanalegt að stjórnir hafi minnihluta þingmanna á bak við sig. Þetta er meira að segja af mörgum stjórnmálafræðingum og raunar stjórnmálamönnum líka, talinn vera stjórnmálalegur styrkur. Það eru engar hefðir fyrir minnihlutastjórn á Íslandi. Á því eru ákveðnar skýringar. Ráðherrar á Íslandi sitja sem þingmenn í þinginu - eru tvöfaldir í roðinu. Þetta skilur ekki fólk hér ytra – „er það satt að fjármálaráðherrann taki þátt í setningu fjárlaga sem „óbreittur“ þingmaður og labbi svo í ráðuneytið með lögin sem hann var einmitt sjálfur að samþykkja?“ - er spurt. Það gerist oft í norska þinginu að meirihluti þingmanna samþykkir eitthvað sem er andstætt stefnu ríkisstjórnar í minnihluta. Ríkisstjórnin, ráðuneyti og embættismenn verða að hlýða og framkvæma eins og þingið ákveður. Sitjandi stjórn í Noregi er minnihlutastjórn tveggja hægri flokka, sem styður sig við tvo miðjuflokka. Stjórnarflokkarnir verða að semja a) sín á milli og b) við stuðningsflokkana um veigamestu málin, svo sem fjárlög. Það gerist líka að stjórnarflokkarnir ná meirihluta með fulltrúum úr stjórnarandstöðu. Um langt skeið stýrði Verkamannaflokkurinn einn í minnihluta og sótti stuðning sitt á hvað til vinstri og hægri. Ef minnihlutastjórn á að geta haldið velli á íslandi og verið stjórnhæf verða ráðherrar að hverfa af þingi, löggjafarvaldið þarf að verða óskorað og án íhlutunar framkvæmdarvaldsins. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er bæði ófært og ekki lýðræðislegt. Hér er kallað á nýja stjórnarskrá. Í ofanskráðu er vissulega margt sett á oddinn og líklega ekki hugsað til enda. En svona sé ég stjórnmálin á Íslandi frá mínum sjónarhóli. Allar ábendingar, leiðréttingar og ekki síst umræður eru af hinu góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég votta Íslendingum samúð mína! Íslensk stjórnmál vekja undrun, furðu og kímni. Nýafstaðnar kosningar eru kóróna á þá kúnst að byltingin étur börnin sín. Vissulega er ég með skandinavísk og þá sérstaklega norsk stjórnmál sem viðmið í mati mínu á pólitísku ástandi á Íslandi. Það er langt í frá að allt sé fullkomið hér ytra og að engin sé stjórnmálabaráttan, en hérna megin hafsins eru stjórnmálamenn allra flokka mjög svo sammála um að virða reglur um hvað sé rétt og rangt og hver séu siðferðisleg mörk stjórnmálabaráttunnar. Í þessu leika fjölmiðlar og einarðir og duglegir blaðamenn veigamikið hlutverk. Kosningabaráttan á Íslandi, eins og hún blasti við mér, gluggandi í netmiðla öðru hvoru og rýnandi í pólitíska pistla, var afskaplega lítið upplýsandi og enn síður hvetjandi til þess að taka þátt. Ég veit ekki hvort það hefði orðið öðru vísi ef ég hefði verið baðaður dag eftir dag í pólitískum orðaflaumi á Fróni. Þá sjaldan að ég opnaði fyrir orðaflaum í umræðuþáttum dró heldur úr áhuganum.Fjórflokkurinn og hinir Það er stundum talað um að fjórflokkurinn sé að hverfa, að ný öfl séu komin með í leikinn. Það er skorin upp herör gegn fjórflokknum og honum kennt um margt og vont. Er þetta svo einfalt? Flokkar í fjórflokknum rækta garðinn sinn og uppskera.Sjálfstæðisflokkur Ég held að varnarsigur Sjálfstæðisflokksins sé gott dæmi um að fjórflokkur sé enn við einhverja heilsu. FLOKKURINN hristi af sér klofning og hélt haus. FLOKKURINN gróf skotgrafir og sendi lið andstæðinganna á flótta. Gamla íhaldið þétti raðirnar og beit í skjaldarrendur. Það dugði – óþægilegu málefnin lentu neðst hjá fjölmiðlum og afrek ríkisstjórnarinnar, undir eiginlegri forystu BB og FLOKKSINS, urðu að pólitík dagsins. Satt og ósatt? Rétt og rangt? Hverju skiftir það á meðan ekki er spurt, engin grefur.Vinstri-grænir VG er annar fjórflokkur sem sigraði. Samfylkingin fótbraut sig í aðdraganda hrunsins og náði sér aldrei að strik sem flokkur eftir það, en VG náði að rækta og viðhalda gamla Alþýðubandalagsgrunninum, sem núna skilaði sér í tiltölulega góðri stöðu VG. Reyndar var VG á barmi hruns í orrahríðinni í ríkisstjórn Jóhönnu. Ósamstaða og upphlaup, brotthvarf og illindi. Það að VG komst í geng um orrahríðina og stendur nú sem einn af sigurvegurum kosninganna er gott dæmi um að fjórflokkur lifir enn.Samfylkingin Samfylkingin dó sem samfylking í óðagoti. Þegar nógu margir sáu og vissu í hvað stefndi með útrásina og blöðrubankana, var forysta Samfylkingarinnar í draumalandi peningakapítalismans. Það er nóg að muna ferðir leiðtoga íslenskra sósíaldemókrata til útlanda til þess að lægja óróleikaöldur gagnvart botnlausri peningafrekju útrásarmanna, en umfram allt gagnvart stöðu íslenska ríkisins. Hún lét slíkt um eyru þjóta. Þegar svo guð var beðinn um að blessa Ísland og hrunið var óumflýjanlegt sáust sprungurnar í samfylkingunni. Lífróður Jóhönnu var fyrir Ísland og ekki Samfylkinguna. Sprungurnar urðu bara greinilegri og stærri og menn héldu að það væri bara hægt að tala sig út úr þessu, mala og mala. Ríkisstjórn Jóhönnu skilaði góðu búi fyrir Ísland, en afraksturinn var rýr fyrir Samfylkinguna. EBS málið tapað – en unnið fyrir VG, stjórnarskráin seld upp í loforðaslikk, sem reyndist einskis virði. Það sem VG tókst að gera með innri óróa tóks Samfylkingunni ekki, þar var blásið í upphlaup og formannsslag og púðrinu eytt í að hrella hvert annað. Arfurinn frá Alþýðuflokknum dugði ekki, var líklega alveg horfinn. Samfylkingin er ekki fjórflokkur.Píratar Píratar eru alls ekki fjórflokkur og vantar allt sem til þarf. Vantar kjölfestu, vantar stöðugleika og ekki síst Pírata vantar mótaða hugmyndafræði með rætur í íslensku samfélagi. Vissulega getur verið að Píratar skapi sér kjölfestu og takist að ná í eða búa til heildstæða hugmyndafræði, en þar eru Píratar ekki enn. Enda fór sem fór að skoðanakannanafylgið mætti ekki á kjörstað. Þetta sögðu Píratar reyndar skýrt og skilmerkilega á meðan þeir mældust með á milli 30 og 40 prósent, að fylgið yrði minna á kjördag. Píratar eru sennilega ekki hluti af stjórnmálaframtíðinni, en klárlega mikilvægt afl til þess að skapa nýja stjórnmálaframtíð. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurinn er fjórflokkur, og þó! Var fjórflokkur! Líklega hófst nútímasaga Framsóknar, og þá um leið ferill flokksins í átt að því að verða einskonar hægrilýðskrumsflokkur, með hruni SÍS og því þegar flokksforingjar og vinir og vandamenn fengu eignir samvinnuhreyfingarinnar til einkanota. Þar með hvarf flokkurinn frá samvinnuhugsjóninni, sem eftirleiðis lifir bara í bókum. Flokkurinn steig dansinn með Sjálfstæðisflokknum í kring um gullkálfinn og endaði í flokkskreppu, sem lauk með endanlegum sigri lýðskrumara. Sigmundur Davíð virtist um stuttan tíma ætla að feta í fótspor stórhöfðingjans Halldórs, en hvarf fljótt inn á eigin brautir. Eftir það er varla hægt að kalla Framsókn fjórflokk. Kosningaúrslit Framsóknarflokksins eru auðvitað brennimerkt af spillingu, en líka því að þetta er flokkur sem er á niðurleið, flokkur sem hefur yfirgefið bæði hugmyndir og samfélagslegan grundvöll, sem var stoð flokksins og skipulag.Björt framtíð Björt framtíð er á margang hátt eins og Samfylkingin, nema að Samfylkingin á sér hugmyndafræðilegan grundvöll. Björt framtíð hefur verið eð reyna að búa sér til grundvöll úr dóti frá öðrum flokkum, mikið af því kemur frá Samfylkingunni. Það að BF hafi fengið dágóða kosningu er mest Samfylkingunni, sem brást, að þakka. Auðvitað hefði raunverulegur jafnaðarmannaflokkur, með bein í nefinu, ekki látið samsafn eins og BF setja sig út af laginu. Saman hefðu þessir tveir flokkar orðið sterkara afl. BF er ekki frekar en Samfylkingin fjórflokkur.Viðreisn Viðreisn er nýtt afl og ekki bara klofningur úr Sjálfstæðisflokki. Ég er næsta viss um að talsvert af fylgi Viðreisnar eru fyrrum kjósendur Samfylkingar, þ.e.a.s. hægri kratar. Ef Viðreisn er eða verður flokkur á borð við Venstre i Noregi, sem er frjálslyndur hægriflokkur, reyndar lítill flokkur í dag en á sér langa sögu, er elsti flokkurinn í Noregi, þá má segja að það sé brotið blað. Þannig flokkur hefur aldrei verið til á Íslandi áður. Einkenni Venstre eru þau að flokkurinn byggir á frelsi einstaklingsins til athafna og vill ekki að hið opinbera skerði það, Venstre er ekki andstæðingur aðildar Noregs að ESB, Venstre hefur frjálslynda stefnu varðandi innflytjendur, Venstre leggur meiri áherslur á félagslegar lausnir (þarf ekki að vera ríkislausnir) en hægriflokkurinn Høyre. Venstre er mjög virkur flokkur í baráttunni fyrir umhverfisvænum lausnum og gefur þar hefðbundnum vinstri- og umhverfisflokkum lítið eftir. Eru einkenni Viðreisnar þau sömu og Venstre i Noregi? Ef Viðreisn ætlar sér að lifa sem flokkur og verða lífvænlegur flokkur er stjórnarseta í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki óvarleg leið. En kannski er Viðreisn bara innan sviga.Blokkir og minnihlutastjórnir Tilraun Pírata til að setja saman stjórnarflokka fyrir kosningar er alvanaleg aðferð á Norðurlöndunum. Hér í Noregi gengur fólk að því sem gefnu fyrir kosningar hvaða flokkar vilja vinna saman eftir kosningar. Það má segja að tilraun Pírata hafi komið of seint fram, flokkarnir hefðu átt að byggja „blokkina“ betur og spila svo saman. Það tekur tíma að byggja, en stuttan tíma að rífa og rústa. Á hinum Norðurlöndunum er alvanalegt að stjórnir hafi minnihluta þingmanna á bak við sig. Þetta er meira að segja af mörgum stjórnmálafræðingum og raunar stjórnmálamönnum líka, talinn vera stjórnmálalegur styrkur. Það eru engar hefðir fyrir minnihlutastjórn á Íslandi. Á því eru ákveðnar skýringar. Ráðherrar á Íslandi sitja sem þingmenn í þinginu - eru tvöfaldir í roðinu. Þetta skilur ekki fólk hér ytra – „er það satt að fjármálaráðherrann taki þátt í setningu fjárlaga sem „óbreittur“ þingmaður og labbi svo í ráðuneytið með lögin sem hann var einmitt sjálfur að samþykkja?“ - er spurt. Það gerist oft í norska þinginu að meirihluti þingmanna samþykkir eitthvað sem er andstætt stefnu ríkisstjórnar í minnihluta. Ríkisstjórnin, ráðuneyti og embættismenn verða að hlýða og framkvæma eins og þingið ákveður. Sitjandi stjórn í Noregi er minnihlutastjórn tveggja hægri flokka, sem styður sig við tvo miðjuflokka. Stjórnarflokkarnir verða að semja a) sín á milli og b) við stuðningsflokkana um veigamestu málin, svo sem fjárlög. Það gerist líka að stjórnarflokkarnir ná meirihluta með fulltrúum úr stjórnarandstöðu. Um langt skeið stýrði Verkamannaflokkurinn einn í minnihluta og sótti stuðning sitt á hvað til vinstri og hægri. Ef minnihlutastjórn á að geta haldið velli á íslandi og verið stjórnhæf verða ráðherrar að hverfa af þingi, löggjafarvaldið þarf að verða óskorað og án íhlutunar framkvæmdarvaldsins. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er bæði ófært og ekki lýðræðislegt. Hér er kallað á nýja stjórnarskrá. Í ofanskráðu er vissulega margt sett á oddinn og líklega ekki hugsað til enda. En svona sé ég stjórnmálin á Íslandi frá mínum sjónarhóli. Allar ábendingar, leiðréttingar og ekki síst umræður eru af hinu góða.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun