Viðskipti erlent

Hagnaðaraukning hjá Alphabet

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tekjur móðurfélags Google hækkuðu um 20 prósent milli ára.
Tekjur móðurfélags Google hækkuðu um 20 prósent milli ára. Vísir/Getty
Hagnaður Alphabet, móðurfélags Google, jókst um 26 prósent milli ára á síðasta ársfjórðungi. Tekjur jukust um 21,3 prósent og námu 21,5 milljörðum bandaríkjadala.

Hagnaðurinn nam 4,9 milljörðum bandaríkjadala, samanborið við 3,9 milljarða árið áður. Hlutabréf í Alphabet hækkuðu um sex prósent í viðskiptum efir lokun markaða.

Árið hefur reynst Alphabet vel, en á fyrsta ársfjórðungi jukust tekjur fyrirtækisins um 17 prósent, samanborið við árið áður. Í frétt BBC um málið segir að aukin auglýsingasala á snjallsímamarkaði skýri þróunina. Auk þess hefur Google hafið innreið sína á myndbandamarkaðinn.

Alphabet var stofnað á síðasta ári eftir endurskipulagningu hjá Google.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×