Stutt hugleiðing um heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum Jón Ingvar Kjaran skrifar 29. nóvember 2016 07:00 Samkvæmt nýlegri skýrslu sem WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur gefið út kemur fram að á heimsvísu verði þriðja hver kona fyrir ofbeldi af hálfu maka eða þess sem hún býr með einhvern tímann á ævinni. Miðað við þetta er heimilið hættulegasti staður kvenna. Ísland er hér engin undantekning. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 422 útköll vegna heimilisofbeldis á árinu 2015. Könnun sem gerð var á tímabilinu 2007-2008 komst að þeirri niðurstöðu að um 42% kvenna á Íslandi, 16 ára og eldri, höfðu einhvern tímann á lífsleiðinni orðið fyrir ofbeldi, oftast þó innan veggja heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum er því í flestum tilvikum kynbundið í þeim skilningi að konur eru nær oftast brotaþolar. Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á ofbeldi innan veggja heimilis og í nánum samböndum. Ýmsar skilgreiningar eru á þess háttar ofbeldi en í flestum rannsóknum á heimilisofbeldi eða á ofbeldi í nánum samböndum er þess háttar ofbeldi skilgreint sem líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og kynferðislegt. Það sem er sérstakt við heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum er að það verður innan tiltekinnar nándar og beinist fyrst og fremst að þeim sem tengjast ofbeldismanninum sterkum tilfinningalegum böndum. Umgjörð þess háttar ofbeldis er því allt annars eðlis en ofbeldi sem ókunnugir beita utan heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum eða innan heimilis er því á einhvern hátt meiri svik við þann sem verður fyrir því þar sem heimili og/eða náin sambönd eiga að vera griðastaður þar sem þú átt að finna til ákveðins öryggis. Má í þessu samhengi vitna í fræðikonuna Joanna Bourke sem hefur skrifað um nauðganir í sögulegu ljósi. Hún hefur bent á að samkvæmt rannsóknum í Bretlandi og Bandaríkjunum verði konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í nánum samböndum fyrir meira áfalli heldur en þær sem beittar voru þess háttar ofbeldi af hálfu þess sem þær þekktu lítið eða nær ekkert. Þær voru jafnframt mun lengur að vinna úr ofbeldisreynslunni og náðu mun síður bata.Ráðast þarf gegn rót vandans Fræðimenn hafa sett fram ýmsar orsakaskýringar á heimilisofbeldi en í grófum dráttum má skipta þeim í tvennt: annars vegar einstaklingsbundnar og hins vegar félagslegar orsakaskýringar. Svo dæmi sé tekið geta þær fyrrnefndu tengst áfengisneyslu eða hvers kyns álagi. Nálganir í ofbeldisrannsóknum hafa einnig verið ólíkar en flestar hafa þær tekið feminíska afstöðu eða nálgast viðfangsefnið út frá feminísku sjónarhorni. Í þeim efnum má geta þess að í auknum mæli er horft til feðraveldisins og skaðlegra karlmennskuhugmynda þegar kemur að því að útskýra ofbeldi. Þá er tekin gagnrýnin afstaða til karlmennskunnar og feðraveldisins, og hvernig þessum hugmyndum er viðhaldið innan stofnana samfélagsins, þar á meðal fjölskyldunnar. Til að stuðla að breytingum og draga úr hvers kyns ofbeldi innan veggja heimilisins þarf því að ráðast gegn rótum vandans, „feðraveldinu“ sjálfu, og þeim leyndu og ljósu afleiðingum sem það hefur á karlmenn og samskipti kynjanna. Ofbeldi í garð kvenna er ein af afleiðingum skaðlegra karlmennskuhugmynda sem þarf að uppræta með aukinni fræðslu innan skólakerfisins og viðhorfsbreytingum innan samfélagsins. Á síðasta ári voru flest útköll/tilkynningar vegna heimilisofbeldis í desember. Má hér leita ýmissa orsakaskýringa, þar á meðal aukinnar áfengisneyslu, álags vegna jólaundirbúnings og aukinna samverustunda fjölskyldunnar sem oft og tíðum geta endað með skelfingu. Gott er að hafa þetta í huga núna þegar aðventan er að renna upp með auknu álagi og væntingum vegna hátíðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skýrslu sem WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur gefið út kemur fram að á heimsvísu verði þriðja hver kona fyrir ofbeldi af hálfu maka eða þess sem hún býr með einhvern tímann á ævinni. Miðað við þetta er heimilið hættulegasti staður kvenna. Ísland er hér engin undantekning. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 422 útköll vegna heimilisofbeldis á árinu 2015. Könnun sem gerð var á tímabilinu 2007-2008 komst að þeirri niðurstöðu að um 42% kvenna á Íslandi, 16 ára og eldri, höfðu einhvern tímann á lífsleiðinni orðið fyrir ofbeldi, oftast þó innan veggja heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum er því í flestum tilvikum kynbundið í þeim skilningi að konur eru nær oftast brotaþolar. Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á ofbeldi innan veggja heimilis og í nánum samböndum. Ýmsar skilgreiningar eru á þess háttar ofbeldi en í flestum rannsóknum á heimilisofbeldi eða á ofbeldi í nánum samböndum er þess háttar ofbeldi skilgreint sem líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og kynferðislegt. Það sem er sérstakt við heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum er að það verður innan tiltekinnar nándar og beinist fyrst og fremst að þeim sem tengjast ofbeldismanninum sterkum tilfinningalegum böndum. Umgjörð þess háttar ofbeldis er því allt annars eðlis en ofbeldi sem ókunnugir beita utan heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum eða innan heimilis er því á einhvern hátt meiri svik við þann sem verður fyrir því þar sem heimili og/eða náin sambönd eiga að vera griðastaður þar sem þú átt að finna til ákveðins öryggis. Má í þessu samhengi vitna í fræðikonuna Joanna Bourke sem hefur skrifað um nauðganir í sögulegu ljósi. Hún hefur bent á að samkvæmt rannsóknum í Bretlandi og Bandaríkjunum verði konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í nánum samböndum fyrir meira áfalli heldur en þær sem beittar voru þess háttar ofbeldi af hálfu þess sem þær þekktu lítið eða nær ekkert. Þær voru jafnframt mun lengur að vinna úr ofbeldisreynslunni og náðu mun síður bata.Ráðast þarf gegn rót vandans Fræðimenn hafa sett fram ýmsar orsakaskýringar á heimilisofbeldi en í grófum dráttum má skipta þeim í tvennt: annars vegar einstaklingsbundnar og hins vegar félagslegar orsakaskýringar. Svo dæmi sé tekið geta þær fyrrnefndu tengst áfengisneyslu eða hvers kyns álagi. Nálganir í ofbeldisrannsóknum hafa einnig verið ólíkar en flestar hafa þær tekið feminíska afstöðu eða nálgast viðfangsefnið út frá feminísku sjónarhorni. Í þeim efnum má geta þess að í auknum mæli er horft til feðraveldisins og skaðlegra karlmennskuhugmynda þegar kemur að því að útskýra ofbeldi. Þá er tekin gagnrýnin afstaða til karlmennskunnar og feðraveldisins, og hvernig þessum hugmyndum er viðhaldið innan stofnana samfélagsins, þar á meðal fjölskyldunnar. Til að stuðla að breytingum og draga úr hvers kyns ofbeldi innan veggja heimilisins þarf því að ráðast gegn rótum vandans, „feðraveldinu“ sjálfu, og þeim leyndu og ljósu afleiðingum sem það hefur á karlmenn og samskipti kynjanna. Ofbeldi í garð kvenna er ein af afleiðingum skaðlegra karlmennskuhugmynda sem þarf að uppræta með aukinni fræðslu innan skólakerfisins og viðhorfsbreytingum innan samfélagsins. Á síðasta ári voru flest útköll/tilkynningar vegna heimilisofbeldis í desember. Má hér leita ýmissa orsakaskýringa, þar á meðal aukinnar áfengisneyslu, álags vegna jólaundirbúnings og aukinna samverustunda fjölskyldunnar sem oft og tíðum geta endað með skelfingu. Gott er að hafa þetta í huga núna þegar aðventan er að renna upp með auknu álagi og væntingum vegna hátíðanna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar