Stutt hugleiðing um heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum Jón Ingvar Kjaran skrifar 29. nóvember 2016 07:00 Samkvæmt nýlegri skýrslu sem WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur gefið út kemur fram að á heimsvísu verði þriðja hver kona fyrir ofbeldi af hálfu maka eða þess sem hún býr með einhvern tímann á ævinni. Miðað við þetta er heimilið hættulegasti staður kvenna. Ísland er hér engin undantekning. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 422 útköll vegna heimilisofbeldis á árinu 2015. Könnun sem gerð var á tímabilinu 2007-2008 komst að þeirri niðurstöðu að um 42% kvenna á Íslandi, 16 ára og eldri, höfðu einhvern tímann á lífsleiðinni orðið fyrir ofbeldi, oftast þó innan veggja heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum er því í flestum tilvikum kynbundið í þeim skilningi að konur eru nær oftast brotaþolar. Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á ofbeldi innan veggja heimilis og í nánum samböndum. Ýmsar skilgreiningar eru á þess háttar ofbeldi en í flestum rannsóknum á heimilisofbeldi eða á ofbeldi í nánum samböndum er þess háttar ofbeldi skilgreint sem líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og kynferðislegt. Það sem er sérstakt við heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum er að það verður innan tiltekinnar nándar og beinist fyrst og fremst að þeim sem tengjast ofbeldismanninum sterkum tilfinningalegum böndum. Umgjörð þess háttar ofbeldis er því allt annars eðlis en ofbeldi sem ókunnugir beita utan heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum eða innan heimilis er því á einhvern hátt meiri svik við þann sem verður fyrir því þar sem heimili og/eða náin sambönd eiga að vera griðastaður þar sem þú átt að finna til ákveðins öryggis. Má í þessu samhengi vitna í fræðikonuna Joanna Bourke sem hefur skrifað um nauðganir í sögulegu ljósi. Hún hefur bent á að samkvæmt rannsóknum í Bretlandi og Bandaríkjunum verði konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í nánum samböndum fyrir meira áfalli heldur en þær sem beittar voru þess háttar ofbeldi af hálfu þess sem þær þekktu lítið eða nær ekkert. Þær voru jafnframt mun lengur að vinna úr ofbeldisreynslunni og náðu mun síður bata.Ráðast þarf gegn rót vandans Fræðimenn hafa sett fram ýmsar orsakaskýringar á heimilisofbeldi en í grófum dráttum má skipta þeim í tvennt: annars vegar einstaklingsbundnar og hins vegar félagslegar orsakaskýringar. Svo dæmi sé tekið geta þær fyrrnefndu tengst áfengisneyslu eða hvers kyns álagi. Nálganir í ofbeldisrannsóknum hafa einnig verið ólíkar en flestar hafa þær tekið feminíska afstöðu eða nálgast viðfangsefnið út frá feminísku sjónarhorni. Í þeim efnum má geta þess að í auknum mæli er horft til feðraveldisins og skaðlegra karlmennskuhugmynda þegar kemur að því að útskýra ofbeldi. Þá er tekin gagnrýnin afstaða til karlmennskunnar og feðraveldisins, og hvernig þessum hugmyndum er viðhaldið innan stofnana samfélagsins, þar á meðal fjölskyldunnar. Til að stuðla að breytingum og draga úr hvers kyns ofbeldi innan veggja heimilisins þarf því að ráðast gegn rótum vandans, „feðraveldinu“ sjálfu, og þeim leyndu og ljósu afleiðingum sem það hefur á karlmenn og samskipti kynjanna. Ofbeldi í garð kvenna er ein af afleiðingum skaðlegra karlmennskuhugmynda sem þarf að uppræta með aukinni fræðslu innan skólakerfisins og viðhorfsbreytingum innan samfélagsins. Á síðasta ári voru flest útköll/tilkynningar vegna heimilisofbeldis í desember. Má hér leita ýmissa orsakaskýringa, þar á meðal aukinnar áfengisneyslu, álags vegna jólaundirbúnings og aukinna samverustunda fjölskyldunnar sem oft og tíðum geta endað með skelfingu. Gott er að hafa þetta í huga núna þegar aðventan er að renna upp með auknu álagi og væntingum vegna hátíðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skýrslu sem WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur gefið út kemur fram að á heimsvísu verði þriðja hver kona fyrir ofbeldi af hálfu maka eða þess sem hún býr með einhvern tímann á ævinni. Miðað við þetta er heimilið hættulegasti staður kvenna. Ísland er hér engin undantekning. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 422 útköll vegna heimilisofbeldis á árinu 2015. Könnun sem gerð var á tímabilinu 2007-2008 komst að þeirri niðurstöðu að um 42% kvenna á Íslandi, 16 ára og eldri, höfðu einhvern tímann á lífsleiðinni orðið fyrir ofbeldi, oftast þó innan veggja heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum er því í flestum tilvikum kynbundið í þeim skilningi að konur eru nær oftast brotaþolar. Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á ofbeldi innan veggja heimilis og í nánum samböndum. Ýmsar skilgreiningar eru á þess háttar ofbeldi en í flestum rannsóknum á heimilisofbeldi eða á ofbeldi í nánum samböndum er þess háttar ofbeldi skilgreint sem líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og kynferðislegt. Það sem er sérstakt við heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum er að það verður innan tiltekinnar nándar og beinist fyrst og fremst að þeim sem tengjast ofbeldismanninum sterkum tilfinningalegum böndum. Umgjörð þess háttar ofbeldis er því allt annars eðlis en ofbeldi sem ókunnugir beita utan heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum eða innan heimilis er því á einhvern hátt meiri svik við þann sem verður fyrir því þar sem heimili og/eða náin sambönd eiga að vera griðastaður þar sem þú átt að finna til ákveðins öryggis. Má í þessu samhengi vitna í fræðikonuna Joanna Bourke sem hefur skrifað um nauðganir í sögulegu ljósi. Hún hefur bent á að samkvæmt rannsóknum í Bretlandi og Bandaríkjunum verði konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í nánum samböndum fyrir meira áfalli heldur en þær sem beittar voru þess háttar ofbeldi af hálfu þess sem þær þekktu lítið eða nær ekkert. Þær voru jafnframt mun lengur að vinna úr ofbeldisreynslunni og náðu mun síður bata.Ráðast þarf gegn rót vandans Fræðimenn hafa sett fram ýmsar orsakaskýringar á heimilisofbeldi en í grófum dráttum má skipta þeim í tvennt: annars vegar einstaklingsbundnar og hins vegar félagslegar orsakaskýringar. Svo dæmi sé tekið geta þær fyrrnefndu tengst áfengisneyslu eða hvers kyns álagi. Nálganir í ofbeldisrannsóknum hafa einnig verið ólíkar en flestar hafa þær tekið feminíska afstöðu eða nálgast viðfangsefnið út frá feminísku sjónarhorni. Í þeim efnum má geta þess að í auknum mæli er horft til feðraveldisins og skaðlegra karlmennskuhugmynda þegar kemur að því að útskýra ofbeldi. Þá er tekin gagnrýnin afstaða til karlmennskunnar og feðraveldisins, og hvernig þessum hugmyndum er viðhaldið innan stofnana samfélagsins, þar á meðal fjölskyldunnar. Til að stuðla að breytingum og draga úr hvers kyns ofbeldi innan veggja heimilisins þarf því að ráðast gegn rótum vandans, „feðraveldinu“ sjálfu, og þeim leyndu og ljósu afleiðingum sem það hefur á karlmenn og samskipti kynjanna. Ofbeldi í garð kvenna er ein af afleiðingum skaðlegra karlmennskuhugmynda sem þarf að uppræta með aukinni fræðslu innan skólakerfisins og viðhorfsbreytingum innan samfélagsins. Á síðasta ári voru flest útköll/tilkynningar vegna heimilisofbeldis í desember. Má hér leita ýmissa orsakaskýringa, þar á meðal aukinnar áfengisneyslu, álags vegna jólaundirbúnings og aukinna samverustunda fjölskyldunnar sem oft og tíðum geta endað með skelfingu. Gott er að hafa þetta í huga núna þegar aðventan er að renna upp með auknu álagi og væntingum vegna hátíðanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar