Meirihlutinn á móti lækkun gjaldskrár OR Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. október 2016 07:00 Áslaug vill að skoðað verði hvort lækka megi gjöld á notendur. vísir/stefán Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent