Aftur um þennan andsk?… flugvöll Jón Hjaltason skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Mér þykir leitt að hafa meitt Samfylkingarmenn norðan heiða með getgátum um að þeim væri nokk sama þótt flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýri. En það þyrmdi yfir mig við lestur kosningapésa er hrundu inn um bréfalúguna hjá mér og merktir voru Samfylkingunni. Þar var hamrað á mikilvægi samgangna en ég sá hvergi minnst á Reykjavíkurflugvöll. Rifjaðist þá upp fyrir mér hástemmd orðræða núverandi oddvita Samfylkingar í Norðausturkjördæmi (og raunar Samfylkingar allrar) þar sem hann lýsti því yfir með miklum þunga að okkur væri nær að láta flugvöllinn eftir í þágu borgarskipulags Reykjavíkur. Síðan eru allnokkur ár, skal ég fúslega viðurkenna, svo kannski hefur hann skipt um skoðun sem er vel. Annað sem kom illa við mig í flugvallarumræðunni er gamla klisjan um að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er uns fundin er betri lausn. Ein lausnin er að miðstöð innanlandsflugs færist til Keflavíkur með fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum en líkast til flestum vondum sem ég fjölyrði ekki um. Önnur er að byggja flugvöll í nágrenni Reykjavíkur sem ég heyrði á dögunum að myndi kosta 100 milljarða. Sláum af og segjum að nýr flugvöllur kosti „aðeins“ 50 milljarða. Af hverju þorir enginn stjórnmálaflokkur að taka af skarið og segja það sem blasir við: Þetta kemur ekki til greina. Nei, þess í stað er spanderað milljónum og milljónatugum í leit að vænlegu flugvallarstæði.Tala út og suður Samfylkingin hefur tekið þátt í þessum sorglega skrípaleik og að mínu mati farið verr út úr honum en aðrir flokkar eða hverjum skal trúa þegar oddvitar hennar tala tungum tveim og vilja bæði rústa flugvöllinn í Vatnsmýri ekki síðar en 2022 en jafnframt halda í hann uns „betri lausn er fundin“. Höfum hugfast að uppbygging nýs flugvallar verður að hefjast innan fjögurra ára ef hann á að verða til reiðu árið 2022 og dugar þó ef til vill ekki til. Ég skal fúslega viðurkenna að ég ætlast til þess að Samfylkingarmenn standi skör hærra en aðrir pólitíkusar. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast síðan hann lofaði skjaldborg um heimilin en almenningi fannst, með réttu eða röngu, að Jóhanna aðhefðist lítt eða ekki heldur biði paradísarheimtar ESB. Síðan þá hefur Samfylkingunni einfaldlega mistekist að vinna traust almennings á nýjan leik og er nú í svipaðri stöðu og kona sem keppir um vegtyllur í karlaheimi, hún þarf að vera helmingi hæfileikaríkari en karlinn til að bera hærri hlut. Á þessu hefur Samfylkingin ekki kveikt. Um það er flugvöllurinn í Vatnsmýri kannski eitt besta dæmið. Þar tala flokksmenn út og suður og kveikja grun um græsku í stað þess að taka af öll tvímæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mér þykir leitt að hafa meitt Samfylkingarmenn norðan heiða með getgátum um að þeim væri nokk sama þótt flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýri. En það þyrmdi yfir mig við lestur kosningapésa er hrundu inn um bréfalúguna hjá mér og merktir voru Samfylkingunni. Þar var hamrað á mikilvægi samgangna en ég sá hvergi minnst á Reykjavíkurflugvöll. Rifjaðist þá upp fyrir mér hástemmd orðræða núverandi oddvita Samfylkingar í Norðausturkjördæmi (og raunar Samfylkingar allrar) þar sem hann lýsti því yfir með miklum þunga að okkur væri nær að láta flugvöllinn eftir í þágu borgarskipulags Reykjavíkur. Síðan eru allnokkur ár, skal ég fúslega viðurkenna, svo kannski hefur hann skipt um skoðun sem er vel. Annað sem kom illa við mig í flugvallarumræðunni er gamla klisjan um að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er uns fundin er betri lausn. Ein lausnin er að miðstöð innanlandsflugs færist til Keflavíkur með fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum en líkast til flestum vondum sem ég fjölyrði ekki um. Önnur er að byggja flugvöll í nágrenni Reykjavíkur sem ég heyrði á dögunum að myndi kosta 100 milljarða. Sláum af og segjum að nýr flugvöllur kosti „aðeins“ 50 milljarða. Af hverju þorir enginn stjórnmálaflokkur að taka af skarið og segja það sem blasir við: Þetta kemur ekki til greina. Nei, þess í stað er spanderað milljónum og milljónatugum í leit að vænlegu flugvallarstæði.Tala út og suður Samfylkingin hefur tekið þátt í þessum sorglega skrípaleik og að mínu mati farið verr út úr honum en aðrir flokkar eða hverjum skal trúa þegar oddvitar hennar tala tungum tveim og vilja bæði rústa flugvöllinn í Vatnsmýri ekki síðar en 2022 en jafnframt halda í hann uns „betri lausn er fundin“. Höfum hugfast að uppbygging nýs flugvallar verður að hefjast innan fjögurra ára ef hann á að verða til reiðu árið 2022 og dugar þó ef til vill ekki til. Ég skal fúslega viðurkenna að ég ætlast til þess að Samfylkingarmenn standi skör hærra en aðrir pólitíkusar. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast síðan hann lofaði skjaldborg um heimilin en almenningi fannst, með réttu eða röngu, að Jóhanna aðhefðist lítt eða ekki heldur biði paradísarheimtar ESB. Síðan þá hefur Samfylkingunni einfaldlega mistekist að vinna traust almennings á nýjan leik og er nú í svipaðri stöðu og kona sem keppir um vegtyllur í karlaheimi, hún þarf að vera helmingi hæfileikaríkari en karlinn til að bera hærri hlut. Á þessu hefur Samfylkingin ekki kveikt. Um það er flugvöllurinn í Vatnsmýri kannski eitt besta dæmið. Þar tala flokksmenn út og suður og kveikja grun um græsku í stað þess að taka af öll tvímæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar