Halló – er 21. öldin heima? Andrea Róbertsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu á fyrir jafnrétti kynjanna. Þær rugguðu bátnum þannig að fjölmargir gubbuðu. Þeim er ég þakklát. Þeim má ekki gleyma. Konur! Við erum nóg! Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag í fjölmörgum málum eins og jafnréttismálum og segja má að hvaða snigill sem er reykspóli fram úr í samanburðinum við hraðann sem jafnréttið mjakast áfram á.Fyrirmyndir komandi kynslóða Konur í íslensku samfélagi hafa fyrir löngu jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku og eru heldur betur búnar að sækja í sig veðrið er kemur að menntun. Kynjajafnrétti átti að koma með kosningarétti kvenna, átti að koma með menntun og alls konar útúrdúrum. En nei – konur hafa ekki enn fengið raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Þessu verður að halda á lofti. Aldrei er góð ýsa of oft étin! Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð sæti í efstu stjórnendalögum og oft virðist lítið vera gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar og reynslu. Á meðan orðræða samfélagsins segir það eftirsóknarvert að vera stjórnandi, formaður, ráðherra eða sérfræðingur, þá skiptir máli að konur eigi fulltrúa í þeirra röðum sem fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Það sem meira er, þá skiptir það máli að völdin haldist þar einnig eftir að konur fá sína málsvara.Jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir en dætur okkar og synir eiga að fá jöfn tækifæri í lífinu. Við getum verið ólík en jafn góð. Ég færi kynsystrum mínum bestu þakkir fyrir að ryðja brautina fyrir mig og komandi kynslóðir. Það eru mikilvægar fyrirmyndir þarna úti sem hafa komið okkur þó þetta langt og hafa oft gert hið ómögulega mögulegt. Konur sem vissu að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér og vita að samstaða er styrkur. Ég þakka jafnframt öllum þarna úti sem eru að hamast við að endurskilgreina hvað er gott, flott og æskilegt. Birtast til dæmis í fjölmiðlum þannig að ungt fólk geti mátað sig við fjölbreyttar fyrirmyndir. Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri litapallettunni loforð um viðurkennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu á fyrir jafnrétti kynjanna. Þær rugguðu bátnum þannig að fjölmargir gubbuðu. Þeim er ég þakklát. Þeim má ekki gleyma. Konur! Við erum nóg! Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag í fjölmörgum málum eins og jafnréttismálum og segja má að hvaða snigill sem er reykspóli fram úr í samanburðinum við hraðann sem jafnréttið mjakast áfram á.Fyrirmyndir komandi kynslóða Konur í íslensku samfélagi hafa fyrir löngu jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku og eru heldur betur búnar að sækja í sig veðrið er kemur að menntun. Kynjajafnrétti átti að koma með kosningarétti kvenna, átti að koma með menntun og alls konar útúrdúrum. En nei – konur hafa ekki enn fengið raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Þessu verður að halda á lofti. Aldrei er góð ýsa of oft étin! Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð sæti í efstu stjórnendalögum og oft virðist lítið vera gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar og reynslu. Á meðan orðræða samfélagsins segir það eftirsóknarvert að vera stjórnandi, formaður, ráðherra eða sérfræðingur, þá skiptir máli að konur eigi fulltrúa í þeirra röðum sem fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Það sem meira er, þá skiptir það máli að völdin haldist þar einnig eftir að konur fá sína málsvara.Jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir en dætur okkar og synir eiga að fá jöfn tækifæri í lífinu. Við getum verið ólík en jafn góð. Ég færi kynsystrum mínum bestu þakkir fyrir að ryðja brautina fyrir mig og komandi kynslóðir. Það eru mikilvægar fyrirmyndir þarna úti sem hafa komið okkur þó þetta langt og hafa oft gert hið ómögulega mögulegt. Konur sem vissu að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér og vita að samstaða er styrkur. Ég þakka jafnframt öllum þarna úti sem eru að hamast við að endurskilgreina hvað er gott, flott og æskilegt. Birtast til dæmis í fjölmiðlum þannig að ungt fólk geti mátað sig við fjölbreyttar fyrirmyndir. Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri litapallettunni loforð um viðurkennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar