Halló – er 21. öldin heima? Andrea Róbertsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu á fyrir jafnrétti kynjanna. Þær rugguðu bátnum þannig að fjölmargir gubbuðu. Þeim er ég þakklát. Þeim má ekki gleyma. Konur! Við erum nóg! Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag í fjölmörgum málum eins og jafnréttismálum og segja má að hvaða snigill sem er reykspóli fram úr í samanburðinum við hraðann sem jafnréttið mjakast áfram á.Fyrirmyndir komandi kynslóða Konur í íslensku samfélagi hafa fyrir löngu jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku og eru heldur betur búnar að sækja í sig veðrið er kemur að menntun. Kynjajafnrétti átti að koma með kosningarétti kvenna, átti að koma með menntun og alls konar útúrdúrum. En nei – konur hafa ekki enn fengið raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Þessu verður að halda á lofti. Aldrei er góð ýsa of oft étin! Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð sæti í efstu stjórnendalögum og oft virðist lítið vera gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar og reynslu. Á meðan orðræða samfélagsins segir það eftirsóknarvert að vera stjórnandi, formaður, ráðherra eða sérfræðingur, þá skiptir máli að konur eigi fulltrúa í þeirra röðum sem fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Það sem meira er, þá skiptir það máli að völdin haldist þar einnig eftir að konur fá sína málsvara.Jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir en dætur okkar og synir eiga að fá jöfn tækifæri í lífinu. Við getum verið ólík en jafn góð. Ég færi kynsystrum mínum bestu þakkir fyrir að ryðja brautina fyrir mig og komandi kynslóðir. Það eru mikilvægar fyrirmyndir þarna úti sem hafa komið okkur þó þetta langt og hafa oft gert hið ómögulega mögulegt. Konur sem vissu að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér og vita að samstaða er styrkur. Ég þakka jafnframt öllum þarna úti sem eru að hamast við að endurskilgreina hvað er gott, flott og æskilegt. Birtast til dæmis í fjölmiðlum þannig að ungt fólk geti mátað sig við fjölbreyttar fyrirmyndir. Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri litapallettunni loforð um viðurkennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu á fyrir jafnrétti kynjanna. Þær rugguðu bátnum þannig að fjölmargir gubbuðu. Þeim er ég þakklát. Þeim má ekki gleyma. Konur! Við erum nóg! Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag í fjölmörgum málum eins og jafnréttismálum og segja má að hvaða snigill sem er reykspóli fram úr í samanburðinum við hraðann sem jafnréttið mjakast áfram á.Fyrirmyndir komandi kynslóða Konur í íslensku samfélagi hafa fyrir löngu jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku og eru heldur betur búnar að sækja í sig veðrið er kemur að menntun. Kynjajafnrétti átti að koma með kosningarétti kvenna, átti að koma með menntun og alls konar útúrdúrum. En nei – konur hafa ekki enn fengið raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Þessu verður að halda á lofti. Aldrei er góð ýsa of oft étin! Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð sæti í efstu stjórnendalögum og oft virðist lítið vera gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar og reynslu. Á meðan orðræða samfélagsins segir það eftirsóknarvert að vera stjórnandi, formaður, ráðherra eða sérfræðingur, þá skiptir máli að konur eigi fulltrúa í þeirra röðum sem fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Það sem meira er, þá skiptir það máli að völdin haldist þar einnig eftir að konur fá sína málsvara.Jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir en dætur okkar og synir eiga að fá jöfn tækifæri í lífinu. Við getum verið ólík en jafn góð. Ég færi kynsystrum mínum bestu þakkir fyrir að ryðja brautina fyrir mig og komandi kynslóðir. Það eru mikilvægar fyrirmyndir þarna úti sem hafa komið okkur þó þetta langt og hafa oft gert hið ómögulega mögulegt. Konur sem vissu að jafnréttið kemur ekki af sjálfu sér og vita að samstaða er styrkur. Ég þakka jafnframt öllum þarna úti sem eru að hamast við að endurskilgreina hvað er gott, flott og æskilegt. Birtast til dæmis í fjölmiðlum þannig að ungt fólk geti mátað sig við fjölbreyttar fyrirmyndir. Það er kominn tími til að skoða gildi lífsins sem gefa konum sem og allri litapallettunni loforð um viðurkennda samfélagsstöðu. Mannréttindi takk – 21. öldin var að hringja!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar