Af hverju að hvílast á laugardegi en ekki á sunnudegi Vigdís Linda Jack skrifar 10. nóvember 2016 08:02 Í þjóðfélagi nútímans er viðtekinn siður að fólk vinni mikið, jafnvel alla daga vikunnar og ef ekki er unnið alla daga vikunnar er hvíldartími frá vinnu nýttur í verslunarferðir, í líkamsrækt eða í hinar ýmsu afþreyingar eins og leikhús, bíóferðir o.s.frv. Það er hins vegar til dagur sem frá örófi alda var nýttur sem sérstakur hvíldardagur. Sá dagur var kallaður og er enn kallaður því góða nafni Hvíldardagur (eða Shabbawth á hebresku) og var hann helgaður sérstaklega andlegum málefnum og samveru við fjölskyldu og aðra trúaða. Fólki var bent á að leggja til hliðar hin daglegu störf og hvílast, hvílast frá amstri hversdagsleikans, hvílast frá áhyggjum og í staðin að hlúa að fjölskyldu- og vinatengslum og hlúa enn meir að andlegum þroska en gert hafði verið yfir vikuna. Þegar talað er um sérstakan hvíldardag dettur flestum í hug sunnudagur en það er misskilningur. Hér er verið að tala um hvíldardag sem var á sjöunda degi vikunnar þ.e. á laugardegi. En af hverju á laugardegi? Hvað er verið að halda upp á og hvers er verið að minnast? Og af hverju er sunnudagurinn tekinn við sem hvíldardagur hjá allflestum kristnum í heiminum í dag? Til að komast að því þarf að fara í byrjunarkafla Biblíunnar þar sem komið er inn á sköpun Guðs. Þar kemur fram að upphaf alls lífs hafi átt sér stað á 6 dögum og á sjöunda deginum hafi Guð hvílst frá verki sínu og helgað daginn fyrir eitthvað alveg sérstakt. Hvíldardagurinn er því m.a. minningarhátíð um sköpun Guðs. En þrátt fyrir að Guð hafi skapað heiminn og allt líf og beðið manninn um að hafa yfirumsjón með heiminum gerðist hræðilegur atburður. Maðurinn gerði uppreisn og sleit tengsl sín við skapara sinn og gaf þar með yfirumsjón sína frá sér yfir til andstæðings Guðs. Svo að mannkynið hefði valmöguleika þrátt fyrir þessa ákvörðun hins fyrsta Adams ákvað Guð að senda í heiminn son sinn svo að hann gæti reist mannkynið við og dregið það upp úr þeim hrikalega forarpytti sem það var búið að koma sér í. Hann kom til eignar sinnar og þurfti að kaupa hana aftur, með blóði sínu á krossi. Það er önnur ástæða þess að haldinn er Hvíldardagur, til að minnast þess hvað Hann gerði fyrir mannkynið, þ.e. á hvíldardeginum hvílist maður frá sínum eigin breiskleika og finnur hvíldina í Honum sem vann sigurinn fyrir okkur og maður hvílist í trausti þess að Hann muni leiða okkur til betri heimkynna þegar þessum heimi líkur, þ.e. endurskapa allt ásamt okkar breiska hjarta. En snúm okkur að spurningunni um 7.daginn og af hverju ekki sunnudagur. Hvernig höldum við þjóðerni okkar og sjálfstæði hátíðlegt hér á Íslandi? Með því að draga fánann okkar að húni 17. júní og skipuleggja vissa dagskrá þar sem fólk kemur saman og heldur daginn hátíðlegan. Sama er með hvíldardaginn. Hann er merki (e. sign) eða sambandstákn milli Guðs og fólks hans (Esek.20:12, 20) líkt eins og fáni merkir hvaða þjóð maður tilheyrir. Væri ekki kjánalegt ef ég færi með íslenska fánann í hendinni og klædd sparifötum niður í bæ 17. maí og hvetti aðra til að gera slíkt hið sama til að fagna sjálfstæði Íslendinga? Fólk myndi benda mér á að við værum ekki Noregur og að þetta væri ekki viðeigandi. Það sama á við um Guð. Hann biður okkur um að halda 7. daginn heilagan en flestir halda þó 1. dag vikunnar heilagan, þ.e. sunnudaginn. Þó svo að Jesús hafi haldið 7. daginn heilagan (Lúk.4:16) og þó svo að fylgjendur hans hafi einnig gert það í margar aldir eftir upprisuna þá var eitthvað sem gerðist í sögunni sem olli því að þetta breyttist. Hvað breyttist?Gnostisismi Stuttu eftir fráfall postulanna byrja nýjar kenningar að koma inn í kirkjuna. Gnostisismi byrjar að hreiðra um sig með aðstoð heimspekinga sem höfðu það að markmiði að sameina kristna trú heiðinni trú á sama tíma og andgyðingleg hugsun dafnar og vex í samfélaginu. Þegar svo Konstantínus kemst til valda snemma á 4. öld e.Kr. tekur hann þá ákvörðun fyrir hönd Rómaveldis að gera ríkið að Kristnu ríki. Fyrir þann tíma ríkti mitraismi eða sóldýrkun í Rómaveldi og til að koma á móts við sóldýrkendur í ríkinu ákvað hann að gera helgidag þeirra, sunnudaginn (sbr. orðið sunna = sól) að opinberum hvíldardegi kristinna manna. Það má því segja að pólitísk ákvörðun hafi valdið því að hvíldardagurinn hafi verið færður yfir frá laugardegi yfir á sunnudag, einfaldlega til að sameina tvö stærstu trúarbrögð Rómaveldis, mitraismann og kristnina. Þó svo að margir kristnir hafi haldið áfram að halda helgidaga sína á laugardegi festist sunnudagurinn í sessi smátt og smátt með hverju kirkjuþinginu á fætur öðru. Eftirfarandi tilvitnanir gefa skýra mynd af því hver afstaða hinnar kaþólsku kirkju er gagnvart því að hvíldardagurinn hafi verið færður frá laugardegi yfir til sunnudags en þessi afstaða endurspeglar einnig söguna og staðreyndir málsins: „Spurning: Hvaða vikudag er hvíldardagurinn? Svar: Laugardagurinn er hvíldardagurinn. Spurning: Af hverju höldum við sunnudaginn heilagan í stað laugardagsins? Svar: Við höldum sunnudaginn heilagan í stað laugardagsins vegna þess að Kaþólska kirkjan á Laódikeukirkjuþinginu færði helgi laugardagsins yfir til sunnudags.“ Convert’s Catechism of Catholic Doctrine eftir séra Peter Giermann„Ef Biblían er eini leiðarvísir hins kristna, þá er það rétt hjá Sjöunda dags aðventistum að halda laugardaginn heilagan eins og gyðingar gera. Er það ekki einkennilegt að þeir sem telja Biblíuna vera sinn eina kennara skuli í mótsögn fylgja í þessum efnum hefðum hinnar Kaþólsku kirkju?”Cardinal Gibbons’ í bókinni The Question Box, bls. 179.En hverju skiptir þetta eiginlega máli, hvort tilbeðið sé samkvæmt því sem Biblían boðar eða samkvæmt venjum og hefðum kirkjunnar? Í framhaldi af því er hægt að spyrja: Er það mikilvægt fyrir hinn kristna að fylgja í fótspor meistara síns Jesú og þeirra sem ruddu veg trúarinnar, þ.e.a.s. postulanna? Er mikilvægt að fylgja boðorðum sem rituð voru í stein af fingri Guðs sjálfs ef maður á annað borð trúir því að Biblían sé innblásið orð Guðs? Biblían talar um þetta á mörgum stöðum en mikilvægi hvíldardagsins kemur sérstaklega fram í eftirfarandi tilvitnunum: „Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínu, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð, þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.“ Jes.58:13-14. Annað Biblíuvers í þessum dúr er að finna í Opinberunarbókinni þar sem kemur fram lokakall Guðs til mannanna þar sem hann biður okkur að tilbiðja þann sem hefur skapað en eins og kom fram í byrjun greinarinnar er hvíldardagurinn sambandstákn milli Guðs og sköpunar hans: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans. Tilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.“ Op.14:6-7. Hér er okkur bent á að tilbiðja skapara okkar og gerum við það m.a. með því að halda minningarhátíð, þ.e. halda Hvíldardaginn heilagan sem er minningarhátíð um sköpun Guðs og endursköpun hans, ekki aðeins endursköpun þessa heims heldur einnig endursköpun hins mannlega hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í þjóðfélagi nútímans er viðtekinn siður að fólk vinni mikið, jafnvel alla daga vikunnar og ef ekki er unnið alla daga vikunnar er hvíldartími frá vinnu nýttur í verslunarferðir, í líkamsrækt eða í hinar ýmsu afþreyingar eins og leikhús, bíóferðir o.s.frv. Það er hins vegar til dagur sem frá örófi alda var nýttur sem sérstakur hvíldardagur. Sá dagur var kallaður og er enn kallaður því góða nafni Hvíldardagur (eða Shabbawth á hebresku) og var hann helgaður sérstaklega andlegum málefnum og samveru við fjölskyldu og aðra trúaða. Fólki var bent á að leggja til hliðar hin daglegu störf og hvílast, hvílast frá amstri hversdagsleikans, hvílast frá áhyggjum og í staðin að hlúa að fjölskyldu- og vinatengslum og hlúa enn meir að andlegum þroska en gert hafði verið yfir vikuna. Þegar talað er um sérstakan hvíldardag dettur flestum í hug sunnudagur en það er misskilningur. Hér er verið að tala um hvíldardag sem var á sjöunda degi vikunnar þ.e. á laugardegi. En af hverju á laugardegi? Hvað er verið að halda upp á og hvers er verið að minnast? Og af hverju er sunnudagurinn tekinn við sem hvíldardagur hjá allflestum kristnum í heiminum í dag? Til að komast að því þarf að fara í byrjunarkafla Biblíunnar þar sem komið er inn á sköpun Guðs. Þar kemur fram að upphaf alls lífs hafi átt sér stað á 6 dögum og á sjöunda deginum hafi Guð hvílst frá verki sínu og helgað daginn fyrir eitthvað alveg sérstakt. Hvíldardagurinn er því m.a. minningarhátíð um sköpun Guðs. En þrátt fyrir að Guð hafi skapað heiminn og allt líf og beðið manninn um að hafa yfirumsjón með heiminum gerðist hræðilegur atburður. Maðurinn gerði uppreisn og sleit tengsl sín við skapara sinn og gaf þar með yfirumsjón sína frá sér yfir til andstæðings Guðs. Svo að mannkynið hefði valmöguleika þrátt fyrir þessa ákvörðun hins fyrsta Adams ákvað Guð að senda í heiminn son sinn svo að hann gæti reist mannkynið við og dregið það upp úr þeim hrikalega forarpytti sem það var búið að koma sér í. Hann kom til eignar sinnar og þurfti að kaupa hana aftur, með blóði sínu á krossi. Það er önnur ástæða þess að haldinn er Hvíldardagur, til að minnast þess hvað Hann gerði fyrir mannkynið, þ.e. á hvíldardeginum hvílist maður frá sínum eigin breiskleika og finnur hvíldina í Honum sem vann sigurinn fyrir okkur og maður hvílist í trausti þess að Hann muni leiða okkur til betri heimkynna þegar þessum heimi líkur, þ.e. endurskapa allt ásamt okkar breiska hjarta. En snúm okkur að spurningunni um 7.daginn og af hverju ekki sunnudagur. Hvernig höldum við þjóðerni okkar og sjálfstæði hátíðlegt hér á Íslandi? Með því að draga fánann okkar að húni 17. júní og skipuleggja vissa dagskrá þar sem fólk kemur saman og heldur daginn hátíðlegan. Sama er með hvíldardaginn. Hann er merki (e. sign) eða sambandstákn milli Guðs og fólks hans (Esek.20:12, 20) líkt eins og fáni merkir hvaða þjóð maður tilheyrir. Væri ekki kjánalegt ef ég færi með íslenska fánann í hendinni og klædd sparifötum niður í bæ 17. maí og hvetti aðra til að gera slíkt hið sama til að fagna sjálfstæði Íslendinga? Fólk myndi benda mér á að við værum ekki Noregur og að þetta væri ekki viðeigandi. Það sama á við um Guð. Hann biður okkur um að halda 7. daginn heilagan en flestir halda þó 1. dag vikunnar heilagan, þ.e. sunnudaginn. Þó svo að Jesús hafi haldið 7. daginn heilagan (Lúk.4:16) og þó svo að fylgjendur hans hafi einnig gert það í margar aldir eftir upprisuna þá var eitthvað sem gerðist í sögunni sem olli því að þetta breyttist. Hvað breyttist?Gnostisismi Stuttu eftir fráfall postulanna byrja nýjar kenningar að koma inn í kirkjuna. Gnostisismi byrjar að hreiðra um sig með aðstoð heimspekinga sem höfðu það að markmiði að sameina kristna trú heiðinni trú á sama tíma og andgyðingleg hugsun dafnar og vex í samfélaginu. Þegar svo Konstantínus kemst til valda snemma á 4. öld e.Kr. tekur hann þá ákvörðun fyrir hönd Rómaveldis að gera ríkið að Kristnu ríki. Fyrir þann tíma ríkti mitraismi eða sóldýrkun í Rómaveldi og til að koma á móts við sóldýrkendur í ríkinu ákvað hann að gera helgidag þeirra, sunnudaginn (sbr. orðið sunna = sól) að opinberum hvíldardegi kristinna manna. Það má því segja að pólitísk ákvörðun hafi valdið því að hvíldardagurinn hafi verið færður yfir frá laugardegi yfir á sunnudag, einfaldlega til að sameina tvö stærstu trúarbrögð Rómaveldis, mitraismann og kristnina. Þó svo að margir kristnir hafi haldið áfram að halda helgidaga sína á laugardegi festist sunnudagurinn í sessi smátt og smátt með hverju kirkjuþinginu á fætur öðru. Eftirfarandi tilvitnanir gefa skýra mynd af því hver afstaða hinnar kaþólsku kirkju er gagnvart því að hvíldardagurinn hafi verið færður frá laugardegi yfir til sunnudags en þessi afstaða endurspeglar einnig söguna og staðreyndir málsins: „Spurning: Hvaða vikudag er hvíldardagurinn? Svar: Laugardagurinn er hvíldardagurinn. Spurning: Af hverju höldum við sunnudaginn heilagan í stað laugardagsins? Svar: Við höldum sunnudaginn heilagan í stað laugardagsins vegna þess að Kaþólska kirkjan á Laódikeukirkjuþinginu færði helgi laugardagsins yfir til sunnudags.“ Convert’s Catechism of Catholic Doctrine eftir séra Peter Giermann„Ef Biblían er eini leiðarvísir hins kristna, þá er það rétt hjá Sjöunda dags aðventistum að halda laugardaginn heilagan eins og gyðingar gera. Er það ekki einkennilegt að þeir sem telja Biblíuna vera sinn eina kennara skuli í mótsögn fylgja í þessum efnum hefðum hinnar Kaþólsku kirkju?”Cardinal Gibbons’ í bókinni The Question Box, bls. 179.En hverju skiptir þetta eiginlega máli, hvort tilbeðið sé samkvæmt því sem Biblían boðar eða samkvæmt venjum og hefðum kirkjunnar? Í framhaldi af því er hægt að spyrja: Er það mikilvægt fyrir hinn kristna að fylgja í fótspor meistara síns Jesú og þeirra sem ruddu veg trúarinnar, þ.e.a.s. postulanna? Er mikilvægt að fylgja boðorðum sem rituð voru í stein af fingri Guðs sjálfs ef maður á annað borð trúir því að Biblían sé innblásið orð Guðs? Biblían talar um þetta á mörgum stöðum en mikilvægi hvíldardagsins kemur sérstaklega fram í eftirfarandi tilvitnunum: „Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínu, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð, þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.“ Jes.58:13-14. Annað Biblíuvers í þessum dúr er að finna í Opinberunarbókinni þar sem kemur fram lokakall Guðs til mannanna þar sem hann biður okkur að tilbiðja þann sem hefur skapað en eins og kom fram í byrjun greinarinnar er hvíldardagurinn sambandstákn milli Guðs og sköpunar hans: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans. Tilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.“ Op.14:6-7. Hér er okkur bent á að tilbiðja skapara okkar og gerum við það m.a. með því að halda minningarhátíð, þ.e. halda Hvíldardaginn heilagan sem er minningarhátíð um sköpun Guðs og endursköpun hans, ekki aðeins endursköpun þessa heims heldur einnig endursköpun hins mannlega hjarta.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar