Erum við að sóa úrgangi? – Samkeppni við meðhöndlun úrgangs Magnús Þór Kristjánsson skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun