Gagnrýna ófyrirsjáanleika Seðlabanka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 07:15 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti um stýrivaxtahækkun í gær. Vísir/GVA „Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira